Kvöldkirkja á sumardaginn fyrsta
Fimmtudagur 25. apríl milli kl. 20-22.
Kyrrð, ró og íhugun ásamt óhefðbundinni tónlist fyrir kirkju.
Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu helgihaldi kirkjunnar. Ólíkt í hefðbundnu helgihaldi geta gestir farið um kirkjurýmið setst niður eða lagst á dýnur eða kirkjubekki, kveikt á kertum eða skrifað það sem þeim liggur á hjarta á miða og sett í körfur.
Prestar Hallgrímskirkju og kirkjuhaldari, Grétar Einarsson sjá um stundina.
Hallgrímskirkja - Þinn íhugunarstaður!