Sunnudagur 24. ágúst kl. 17:00
Mario Ciferri orgel San Giorgio Cattedrale
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á
tix.is
Aðgangseyrir 3.900 kr.
Mario Ciferri er fæddur í Fermo á Ítalíu. Hann er útskrifaður með tónlistargráður í píanóleik, orgelleik, hljómsveitarstjórn, semballeik og kirkjutónlist með hæstu einkunnum frá tónlistarháskólum í Bologna, Róm og Pesaro. Hann hefur einnig numið tónsmíðar og sótt sérmenntun hjá mörgum heimsþekktum kennurum.
Hann hefur unnið til verðlauna í innlendum og alþjóðlegum keppnum, m.a. í orgelleik, og hlaut styrk frá Rossini-stofnuninni árið 1993. Sem flytjandi hefur hann komið fram á virtum tónlistarhátíðum og í helstu dómkirkjum og tónleikasölum víða um Evrópu, Norður-Ameríku og Rússland.
Ciferri leikur tónlist sem spannar allt frá barokki til nútímatónlistar. Hann hefur frumflutt og tekið upp verk ítalskra tónskálda frá Marche-héraði og starfað með fjölmörgum sinfóníuhljómsveitum. Hann hefur einnig stjórnað kórum og barokkhópunum í flutningi á verkum eftir m.a. Bach, Händel, Mozart og Fauré.
Hann kennir orgelleik, gregorskan söng, semballeik og kórstjórn við Tónlistarháskólann í Fermo og er aðalorganisti og listrænn stjórnandi Alþjóðlegrar orgelhátíðar í dómkirkjunni í Porto San Giorgio.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR