Messa og barnastarf / Skortur - Um ástúð og auðæfi!

Messa kl. 11.00
Sr Eiríkur Jóhannsson og Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna í messunni.
Messuþjónar aðstoða.
Kammerkórinn Huldur syngja undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson
Barnastarf er í umsjón Alvildu Eyvarar Elmarsdóttur, Rósu Hrönn Árnadóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur

Kammerkórinn Huldur

Sálmar og tónlist í messunni
Forspil: Auf meinen lieben Gott Johann Nicklaus Hanff
Sálmur 446 Sé Drottni lof og dýrð
Sálmur 265 Þig lofar, faðir, líf og önd
Kórsöngur milli lestra: Heyr, himnsmiður Þorkell Sigurbjörnsson / Kolbeinn Tumason
Sálmur 460 Ó, hvað þú, Guð, ert góður
Sálmur 732 Mitt líf er eins og lag
Kórsöngur : Faðir vor Breki Sigurðarson
Sálmur 496a Gegnum Jesú helgast hjarta
Undir útdeilingu
Kórsöngur: Ave verum Wolfgang Amadeus Mozart
Sálmur 516 Son Guðs ertu með sanni
Eftirspil: Himna smiður Sigurður Sævarsson

Lestrar
Guðspjall: Markúsarguðspjall 10.17-27
Þegar Jesús var að leggja af stað kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: „Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“ Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. Þú kannt boðorðin: Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður.“
Hinn svaraði honum: „Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku.“

Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: „Eins er þér vant. Far þú, sel allt sem þú átt og gef fátækum og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan og fylg mér.“ En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur enda átti hann miklar eignir.Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: „Hve torvelt verður þeim sem auðinn hafa að ganga inn í Guðs ríki.“ Lærisveinunum brá mjög við orð Jesú en hann sagði aftur við þá: „Börn, hve torvelt er að komast inn í Guðs ríki. Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“
En þeir urðu steini lostnir og sögðu sín á milli: „Hver getur þá orðið hólpinn?“ Jesús horfði á þá og sagði: „Menn hafa engin ráð til þessa en Guði er ekkert um megn.“

Lexía: Fimmta Mósebók 10.12-14
Og nú, Ísrael, hvers krefst Drottinn, Guð þinn, annars af þér en að þú óttist Drottin, Guð þinn, gangir á öllum vegum hans og elskir hann, að þú þjónir Drottni, Guði þínum, af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni og haldir boð Drottins og lög sem ég set þér í dag svo að þér vegni vel?
Sjá, Drottni, Guði þínum, heyrir himinninn og himnanna himinn og jörðin og allt sem á henni er.

Pistill: Fyrsta Jóhannesarbréf 2.7-11
Þið elskuðu, það er ekki nýtt boðorð sem ég rita ykkur, heldur gamalt boðorð sem þið hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið sem þið heyrðuð. Eigi að síður er það nýtt boðorð, er ég rita ykkur, og sannindi þess birtast í honum og í ykkur því að myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína. Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu. Sá sem elskar bróður sinn býr í ljósinu og í honum er ekkert er leitt geti hann til falls. En sá sem hatar bróður sinn er í myrkrinu og lifir í myrkrinu og veit ekki hvert hann fer því að myrkrið hefur blindað augu hans.

-------------

Deuteronomy 10.12-14
And now, Israel, what does the Lord your God ask of you but to fear the Lord your God, to walk in obedience to him, to love him, to serve the Lord your God with all your heart and with all your soul, and to observe the Lord’s commands and decrees that I am giving you today for your own good?
To the Lord your God belong the heavens, even the highest heavens, the earth and everything in it.

1 John 2. 7-11
Dear friends, I am not writing you a new command but an old one, which you have had since the beginning. This old command is the message you have heard. Yet I am writing you a new command; its truth is seen in him and in you, because the darkness is passing and the true light is already shining.Anyone who claims to be in the light but hates a brother or sister is still in the darkness. Anyone who loves their brother and sister lives in the light, and there is nothing in them to make them stumble. But anyone who hates a brother or sister is in the darkness and walks around in the darkness. They do not know where they are going, because the darkness has blinded them.

St. Mark 10.17-27
As Jesus started on his way, a man ran up to him and fell on his knees before him. “Good teacher,” he asked, “what must I do to inherit eternal life?”
“Why do you call me good?”Jesus answered. “No one is good—except God alone. You know the commandments: ‘You shall not murder, you shall not commit adultery, you shall not steal, you shall not give false testimony, you shall not defraud, honor your father and mother.’”
“Teacher,” he declared, “all these I have kept since I was a boy.”
Jesus looked at him and loved him. “One thing you lack,”he said. “Go, sell everything you have and give to the poor, and you will have treasure in heaven. Then come, follow me.” At this the man’s face fell. He went away sad, because he had great wealth.
Jesus looked around and said to his disciples, “How hard it is for the rich to enter the kingdom of God!”
The disciples were amazed at his words. But Jesus said again, “Children, how hard it is to enter the kingdom of God!It is easier for a camel to go through the eye of a needle than for someone who is rich to enter the kingdom of God.”
The disciples were even more amazed, and said to each other, “Who then can be saved?”
Jesus looked at them and said, “With man this is impossible, but not with God; all things are possible with God.”