Orgelandakt á uppstigningardag í Hallgrímskirkju
Fimmtudaginn 29. maí 2025 kl. 11:00
Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, flytur L'Ascension eftir Olivier Messiaen – stórbrotið og andlegt meistaraverk í fjórum þáttum sem lýsir himnaför Krists.
Orgelandakt fer fram á uppstigningardegi, helgum degi sem verk Messiaen fangar á áhrifamikinn og dýrmætan hátt.
Prestur er séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir.
Aðgangur ókeypis – öll hjartanlega velkomin!
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!