Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Sólveig Anna Aradóttir, Ansgarkirken, København, Denmark

Sólveig Anna Aradóttir, orgel Ansgarkirken Mågevej København, Denmark
Laugardagur 8. júlí kl. 12 
Miðasala fer fram við innganginn og á https://tix.is/is/event/15678/
Aðgangseyrir 2.500 kr.

Sólveig Anna Aradóttir stundaði píanónám hjá Nínu Margréti Grímsdóttur. Hún ólst upp í barnakór hjá Þórunni Björnsdóttur, seinna kórum hjá Þorgerði Ingólfsdóttur og söng einnig með Sönghópnum við Tjörnina. Sólveig útskrifaðist með kirkjutónlistar próf frá Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Guðnýjar Einarsdóttur. Kórstjórnun nam hún hjá Herði Áskelssyni og Magnúsi Ragnarssyni. Sólveig lauk BA-gráðu úr Skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands og lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Eyþórs Inga Jónssonar. Sólveig starfaði sem organisti í Akureyrarkirkju frá hausti 2016 til mars 2017. Þá stýrði hún einnig Kvennakór Akureyrar. Einnig hefur hún stýrt barna kórum í Langholtskirkju (Graduale kórinn, Kórskólinn), barna kórum í Fella- og hólakirkju.

Hún hefur unnið sem tónleikastjóri fyrir Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju. Sólveig lauk Bm gráðu í kirkjutónlist frá Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn 2020 og hun er að ljúka við mastersgráðu fra sama skóla í Orgelleik undir leiðsögn Sven-Ingvart Mikkelsen. Sólveig starfar sem organisti í Ansgarkirkju í kaupmannahöfn, organisti íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn, stofnandi og kórstjóri Íslenska barnakórsins og kórstjóri karlakórsins Hafnarbræður.