Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Gunnar Gunnarsson, orgel og Arne Hiorth, trompet

Laugardagur 15. júlí kl. 12
Gunnar Gunnarsson, orgel - Fríkirkjan í Reykjavík
Arne Hiorth, trompet - Noregi

Miðasala fer fram við innganginn og á https://tix.is/is/event/15691/
Aðgangseyrir 2.500 kr.

Gunnar og Arne hafa starfað saman að ýmsun verkefnum gegnum árin og ber hæst tónleika sem báru yfirskriftina „Eldmessa“ og fjallaði verkið um Skaftárelda 1783. Tónleikarnir í Hallgrímskirkju eru spuni yfir íslensk og norsk þjóðlög.

Gunnar Gunnarsson lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 1988 og lokaprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík ári síðar. Gunnar stundaði rannsóknir á íslenskum sálmum bæði í Kaupmannahöfn og hér heima og birti niðurstöðurnar í ritgerðinni Um Weyse-handritin og Choralbog for Island (1993). Auk hefðbundinna starfa sem organisti og kórstjóri hefur Gunnar útsett og flutt trúarlega tónlist með óhefðbundnum hætti um árabil; leikið með mörgum þekktum tónlistarmönnum, átt þátt í útsetningum og hljóðritunum bæði djasstónlistar og þjóðlegrar tónlistar Á undanförnum árum hefur Gunnar mest útsett fyrir kóra og sönghópa þ.á m. fyrir hina nýju sálmabók kirkjunnar sem út kom á síðasta ári. Gunnar er organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík.

Arne Hiorth er norskur trompetleikari, tónskáld, útgefandi, tónlistarkennari og verkefnastjóri. Hann hefur leikið með þekktu tónlistarfólki svo sem Mari Boine, Bjørn Eidsvåg, Anja Garbarek , Oslo Groove Company (Spellemann Award for Jazz 1990). Hans fyrsta einleikshljómplata „7 Oliphaunt Images“ om út 2004 og með honum leika á henni Eivind Aarset, Kjetil Bjerkestrand and Hallgrim Bratberg. Ásamt fjölmörgum öðrum plötum má t.d. nefna „Snow“ sem kom út 2007 ásamt píanóleikaranum Helge Nysted en það efni fluttu þeir á Íslandi 2014. Arne Hiorth var einn valinn til að leika við minningarathöfn 2013 í Osló um atburðina í Útey 22. júlí 2011.