Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Mads Høck, orgel - Grundtvigs kirke, Danmörk

Orgelsumar í Hallgrímskirkju
Sunnudagur 16. júlí kl. 17
Mads Høck, orgel - Grundtvigs kirke, Denmark
Miðar fást við innganginn og á https://tix.is/is/event/15697/
Aðgangseyrir 3.500 kr.

Mads Høck (f. 1968) stundaði nám í orgelleik hjá Hans Fagius, Susan Landale og Naji Hakim og starfar sem organisti við Grundtvigs kirkjuna í Kaupmannahöfn, Danmörku.
Mads kennir spuna og orgelleik við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og kirkjutónlist fyrir guðfræðinga. Sem einleikari hefur hann komið fram í Noregi, Svíþjóð, Lettlandi, Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi, Portúgal, Englandi og á Ítalíu. Mads hefur meðal annars leikið öll orgelverk Maurice Duruflé inn á geisladisk auk þess umritun á píanótónlist Edwards Griegs fyrir orgel. Sem tónskáld hefur hann samið tónlist fyrir orgel, orgel og málmblásara, kór, strengjasveit og kantötur fyrir barokkhljómsveit.

Efnisskrá:

J. S. Bach               Passacaglia and fugue in c Minor (BWV 582)

Mads Høck:           Trinitas (2021)
(*1968)                   Christmas prelude
                                 Passion dance
                                 Pentecost toccata

Edvard Grieg          Once upon a time, op. 71
(1843-1907)           Lullaby, op. 68,5
                                 Wedding Day at Troldhaugen, op. 65,6

Maurice Duruflé     Prelude, Adagio and Choral with variations on “Veni creator”, op. 4
(1902-1986)