Orgeltónleikar á jólum

ORGELTÓNLEIKAR Á JÓLUM
26. desember – Annar í jólum kl. 17

Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur vinsæl orgelverk eftir Johann Sebastian Bach, Claude Balbastre, César Franck og Charles-Marie Widor sem tengjast fæðingu frelsarans.
Á tónleikunum verður frumflutt Pastorale yfir jólasálminn ´Nóttin var sú ágæt ein´ eftir Hrafnkel Orra Egilsson.

 

Miðar fást við innganginn og á https://tix.is/is/event/14509/
Aðgangseyrir  3.000 kr.