ORGELTÓNLEIKAR - JÓLIN MEÐ BACH

ORGELTÓNLEIKAR – JÓLIN MEÐ BACH 

26. desember – Annar í jólum kl. 17 
Björn Steinar Sólbergsson, orgel 

Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju kemur fram á orgeltónleikum í kirkjunni á öðrum degi jóla, 26. desember klukkan 17:00 undir yfirskriftinni Jólin með Bach.
Á tónleikunum flytur hann nokkrar af helstu jólaperlum Johann Sebastians fyrir orgelið, ma. eitt þekktasta jólaorgelverk tónskáldsins, Pastorale BWV 590 og Prelúdíu, andante (BWV 528/II) og fúgu í G-dúr BWV 541.
Björn Steinar flytur auk þess 6 sálmforleiki Bachs úr Litlu orgelbókinni Orgelbüchlein.
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar samsvarandi sálmalög í raddsetningu Bachs.
 

Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á https://tix.is/is/event/16620/
Aðgangseyrir 3.500kr.