Örkin og unglingar

Æskulýðsstarfið Örkin og unglingar er á mánudögum kl. 18 – 19:30 í kórkjallara kirkjunnar. Starfið er fyrir alla hressa unglinga í 8. – 10. bekk. Á dagskránni eru leikir, sprell, bakstur, borðtennis, tónlist og ýmislegt skemmtilegt í samvinnu við unglingana. Í október á hverju ári er svo farið yfir helgi á unglingalandsmót ÆSKÞ (Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar) ásamt öðrum æskulýðsfélögum kirkjunnar. Umsjón með starfinu hefur Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og verkefnastjóri Hallgrímskirkju og Hilda María Sigurðardóttir guðfræðinemi.

Allir unglingar eru velkomnir.