Öskudagsmessa og öskukross

Miðvikudaginn 22. febrúar verður öskudagsmessa í Hallgrímskirkju kl. 10.00. Auk altarisgöngu verða þau er sækja messu signd öskukrossi á enni sem er í samræmi við forna kristna hefð. Þennan dag verður tuttugu ára afmæli svonefnds miðvikudagssafnaðar sem kom fyrst saman á öskudegi 2003. Messufall hefur sjaldan orðið öll þessi ár og því hefur verið messað yfir þúsund skipti á miðvikudögum síðustu tuttugu árin. Við fögnum afmælinu og eftir messu verður afmæliskaffi og meðlæti í Suðursal. Allir velkomnir.

Frétt um öskukross og öskudagsmessu að baki þessari smellu.