Requiem eftir Jakob Buchanan

Requiem eftir Jakob Buchanan
Hallgrímskirkja
Föstudagur 19. ágúst
20:00

BUCHANAN REQUIEM er nútímaleg sálumessa sem sameinar kórtónlist, nútímajazz, tónlist fyrir stórsveit og klassíska tónlist í einstöku verki sem brúar bil á milli hins andlega heims og hins veraldlega. Frumflutningur sálumessunnar, sem samin var af hinum margverðlaunaða danska trompetleikara og tónskáldi Jakob Buchanan fyrir kirkjukór, stórsveit og nokkra einleikara, fór fram í Árósum í október 2015. Samhliða frumflutningi var verkið einnig gefið út á hljómdiski og hlaut það einróma lof gagnrýnenda.

Jakob samdi verkið til minningar um föður sinn en það var samið og tekið upp árið 2016 og var það sama ár valið sem verk ársins og plata ársins á dönsku tónlistarverðlaununum í jazzflokki. Auk þess fékk Jakob Buchanan verðlaun sem tónskáld ársins.

Frá árinu 2008 hefur Jakob starfrækt kvartett sinn, Jakob Buchanan Quartet, og ferðast víða til að spila. Frá upphafi hafa þau Marilyn Mazur (Miles Davis, Wayne Shorter, Jan Garbarek) og Jakob Bro verið meðlimir í kvartettinum. Bassaleikarinn Jonas Westergaard kom í stað píanistans Simon Toldam á síðustu plötu kvartettsins „Some People & Some Places“ en hún fékk tilnefningu í tveimur flokkum á dönsku tónlistarverðlaununum 2014; jazzplata ársins og tónskáld ársins í jazzi.

Buchanan Requiem, sem u.þ.b. 40 tónlistarmenn og konur taka þátt í, verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi á Jazzhátíð Reykjavíkur í Hallgrímskirkju þann 19. ágúst.

Flytjendur:

Stórsveit Reykjavíkur
Kór (Cantoque Ensemble (IS), Ensemble Edge (DK) og Club for Five (FI))

Einleikarar:
Ragnheiður Gröndal : söngur
Anders Jormin (SE) : bassi
Hilmar Jensson : gítar
Magnús Trygvason Eliassen : slagverk
Jakob Buchanan (DK) : trompet

Stjórnandi: Geir Lysne (NO)

Verkefnið er styrkt af Culture Point.

“Danish trumpeter Jakob Buchanan also has a background in modern jazz and his large-scale work Requiem combines big band music, choral music, modern jazz and classical tones into a sweeping musical statement that enters the realm of spirituality. On the opening, „Requiem Aeternam,“ Buchanan’s trumpet breaks through the silence like a glowing light in the dark before an organ intones with multiple brass voices in the background. Then a choir of Latin voices rise from out of nowhere and the composition grows into an understated bass-driven groove[…]”

– Jakob Baekgaard (All About Jazz)

Heimasíða Jakob Buchanan: http://buchanan.dk/web/

Requiem á Spotify:
https://open.spotify.com/album/3UHFFoVTQyvW8xOrQFoeFv...

Verkefnið er styrkt af Culture Point.

Listi yfir aðra viðburði hátíðarinnar:
https://fb.me/e/2eV9Sh9Y7

///