Sálmafoss - Menningarnótt í Reykjavík / Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025

SÁLMAFOSS Í HALLGRÍMKIRKJU
Á MENNINGARNÓTT 2025
Laugardagur 23. ágúst kl. 14-18
Dagskrá fyrir börn í kirkjunni kl. 14-16
Ókeypis aðgangur

Á Sálmafossi verður opin kirkja og sálminum fagnað í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum.

Kirkjan fagnar sálmum með Sálmafossi í Hallgrímskirkju milli 14-18 á Menningarnótt laugardaginn 23. ágúst 2025.
Sálmafoss var fyrst haldinn í Hallgrímskirkju árið 2007 að frumkvæði Harðar Áskelssonar fyrrum söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og organista í Hallgrímskirkju.

Á efnisskránni er: Almennur söngur, kórsöngur, orgelleikur, sálmaspuni, sálmforleikir, barnakórar, kirkjukórar og nýsköpun.

Gestgjafar eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson prestar í Hallgrímskirkju.

Dagskrá verður fyrir börnin inni í kirkjunni laugardaginn 23. ágúst milli 14-16
Á Menningarnótt geta börn og fjölskyldur komið í Hallgrímskirkju og tekið þátt í barnadagskrá. Einnig verður boðið upp á Hallgrímskirkju - kórónugerð fyrir börnin. Þau fá tilbúna kórónu sem þau geta litað.

DAGSKRÁ
14:00 14:10 Ávarp og kynning – Irma Sjöfn Óskarsdóttir
14:10-14:20 Almennur söngur – Björn Steinar Sólbergsson · Kór Hallgrímskirkju
14:20 - 15:00 Kór Hallgrímskirkju · Steinar Logi Helgason · Björn Steinar Sólbergsson
15:00 - 15:10 Almennur söngur – Björn Steinar Sólbergsson · Söngsveitin Fílharmónía
15:10 - 16:00 Söngsveitin Fílharmónía · Magnús Ragnarsson
16:00 - 16:10 Almennur söngur – Tónskóli Þjóðkirkjunnar og tónlistardeild LHÍ
16:10 - 17:00 Útskriftarnemendur Tónskóla Þjóðkirkjunnar og tónlistardeildar Listaháskóla Íslands; Kristján Hrannar Pálsson, Matthías Harðarson, Pétur Nói Stefánsson, Sveinn Arnar Sæmundsson
17:00 - 17:10 Almennur söngur – Björn Steinar Sólbergsson · Hljómfélagið
17:10 - 17:30 Hljómfélagið · Fjóla Kristín Nikulásdóttir
17:-30 - 18:00 Mario Ciferri organisti Chiesa di San Giorgio Martire a Porto San Giorgio

14-16 Dagskrá verður fyrir börnin inni í kirkjunni laugardaginn 23. ágúst milli 14-16

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Á MENNINGARNÓTT