LISTAHÁSKÓLINN Í HALLGRÍMSKIRKJU
Nemendatónleikar Listaháskóla Íslands– Sönglög Sveinbjörns Sveinbjörnssonar
Laugardagur 22. nóvember kl. 14
Ókeypis aðgangur
Tónlistardeild Listaháskóla Íslands í samvinnu við Hallgrímskirkju bjóða til árlegra nemendatónleika, samstarf sem hefur staðið í 11 ár.
Að þessu sinni eru tónleikarnir tileinkaðir sönglögum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Frægasta verk hans er án efa Lofsöngur, þjóðsöngur Íslendinga við texta Matthíasar Jocumssonar. Á tónleikunum gefst áheyrendum færi á að heyra fjölbreytt úrval annarra fallegra sönglaga úr smiðju Sveinbjörns, flutt af hæfileikaríkum nemendum LHÍ.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR