Laugardagur 16. ágúst kl. 12:00
Steinar Logi Helgason organisti í Hallgrímskirkju Reykjavík
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 2.900 kr
Steinar Logi Helgason organisti í Hallgrímskirkju leikur hádegistónleika þar sem hljómur Klais orgelsins fær að njóta sín.
Steinar Logi Helgason lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Nýja Tónlistarskólanum og í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann hóf nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2010 og tók þar kirkjuorganistapróf en lauk síðar bakkalárgráðu af kirkjutónlistarbraut Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Steinar Logi stundaði stjórnandanám til meistaraprófs við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan í lok árs 2020. Hann hefur stjórnað fjölda kóra og starfað víða sem organisti, píanóleikari og stjórnandi. Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2021 ásamt Cantoque Ensemble sem tónlistarhópur ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Steinar Logi tók við stöðu kórstjóra Hallgrímskirkju haustið 2021.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
Efnisskrá:
Prelúdía og fúga í a- moll, BWV 543
Johann Sebastian Bach
Chant donné (Hommage à Jean Gallon)
Maurice Duruflé
Wenn wir in höchsten Nöten sein, BWV 641
Johann Sebastian Bach
Méditation
Maurice Duruflé
Vor deinen Thron tret ich, BWV 668
Johann Sebastian Bach
Toccata úr Svítu op. 5
Maurice Duruflé