Susan Carol Woodson - Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025
Sunnudagur 20. júlí kl. 17.00
Susan Carol Woodson organisti Église Saint Nicolas, Bruxelles
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 3.900 kr.

Dr. Susan Carol Woodson er aðalorganisti (Organiste-Titulaire) við hina sögufrægu Saint Nicholas kirkju í hjarta Brussel í Belgíu. Hún kemur reglulega fram á alþjóðlegum tónlistarhátíðum og hefur haldið tónleika víðs vegar um Norður-Ameríku og Evrópu. Dr. Woodson hefur gefið út fjölda geisladiska sem hafa hlotið mikið lof á alþjóðavísu.

Dr. Woodson hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir list sína. Hún hlaut Prix d'Excellence à l’Unanimité frá Tónlistarháskólanum í Reuil-Malmaison í Frakklandi, þar sem hún lærði hjá Marie-Claire Alain. Hún hefur hlotið viðurkenningar og styrki m.a. frá stofnunum á borð við Belgian-American Education Foundation í Brussel, Yale School of Music í New Haven, Connecticut, og La Fondation des États-Unis í París.

Susan Carol Woodson lauk doktorsprófi (Doctor of Musical Arts) frá Yale University School of Music. Hún hefur einnig lokið meistaranámi í tónlist frá The Juilliard School, og BA-prófi í tónlist, Summa cum Laude, frá Háskólanum í Tennessee. Þá lauk hún námi við American Conservatory of Fontainebleau í Frakklandi og hlaut þaðan Diplôme de Musique.

Efnisskrá:

Offertoire in C Major L.J.A. Lefébure-Wély
1817-1869

Morgenstimmung E. Grieg/E. Lemare
1843-1907/1865-1934

Fantaisie and Fugue in d-minor , op. 135b Max Reger
1873-1916

Pavane, op. 50 G. Fauré /Ph. Lane
1845-1924/b.1950

The Stars and Stripes Forever J.P. Sousa/E.P. Biggs
1854-1932/1906-1977
Prélude et Fugue sue le nom d’Alain, op. 7 M. Duruflé
1902-1986

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!