SYNGJUM JÓLIN INN!

SYNGJUM JÓLIN INN!
Kórsöngur, almennur söngur og lestrar
Sunnudagur 18. desember kl. 17 

Sunnudaginn 18. desember kl. 17 verður bryddað upp á nýjung í jólatónleikahaldi Hallgrímskirkju sem nefnist SYNGJUM JÓLIN INN!
Að syngja jólin inn er vel þekkt á Englandi og víða á Norðurlöndunum.
Þar gefst kirkjugestum kostur á að undirbúa jólahátíðana með því að syngja marga af ástsælustu jólasálmunum auk þess að hlýða á fallegan kórsöng.
Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar en auk þess fáum við góða gesti frá Breiðholtskirkju og Neskirkju í Reykjavík.
Fram koma: Kór Hallgrímskirkju, Kór Breiðholtskirkju, Kór Neskirkju, Björn Steinar Sólbergsson, Steinar Logi Helgason, Steingrímur Þórhallsson og Örn Magnússon.
Kórarnir syngja bæði hver í sínu lagi en mynda líka einnig saman 100 manna kór sem mun án efa heilla kirkjugesti.
Prestar safnaðanna taka þátt í tónleikunum með lestrum úr ritningunni og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir blessar söfnuðinn í lok tónleikanna.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

 

Efnisskrá:

SYNGJUM JÓLIN INN!

Kórsöngur, almennur söngur & lestrar

Innganga

O come, o come, Emmanuel

Burton Bumgarner

 

Kom þú, kom, vor Immanúel

í frönsku handriti frá 15. öld, útsetning: Róbert A Ottósson

texti: Fornt andstef – Latneskur sálmur – Sigurbjörn Einarsson

 

Ávarp

 

Fögur er foldin 

þjóðlag frá Slesíu í útsetningu Anders Öhrwall 

texti: Ingemann – Matthías Jochumsson

 

Kórsöngur – Kór Hallgrímskirkju

Hodie Christus natus est 

Niels La Cour / latneskur texti

 

Ritningarlestur Jesaja 11. 1–9

 

Bjart er yfir Betlehem

lag úr Piae Cantiones í útsetningu Reginald Jacques

texti: Ingólfur Jónsson

 

Á dimmri nóttu bárust boð

Enskt lag, útsetn.: David Willcocks

Texti: Edmund H. Sears – Hjálmar Jónsson

 

Kórsöngur – Kór Breiðholtskirkju

Mitt hjarta og ráð

Norskt þjóðlag, Útsetning: Örn Magnússon

texti: Brorson – Hjörleifur Hjartarson

 

Ritningarlestur Jesaja 9. 1–6

Einu sinni í ættborg Davíðs

lag: Henry John Gauntlett, útsetning: David Willcocks

texti: C. F. Alexander – Friðrik Friðriksson

Einsöngur: Katla Kristjánsdóttir

 

Nóttin var sú ágæt ein

lag: Sigvaldi S. Kaldalóns, forspil og yfirrödd: Atli Heimir Sveinsson

texti: Einar Sigurðsson

 

Kórsöngur – Kór Neskirkju

O magnum mysterium 

Steingrímur Þórhallsson – latneskur texti

 

Ritningarlestur Lúkas 1. 26–38

 

Faðir vor & blessun 

 

Guðs kristni í heimi

Enskt lag, útsetning: David Willcocks

texti: Wade – Valdimar V. Snævarr

 

Mynd / Hrefnah

Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/463715559218370