SYNGJUM JÓLIN INN!

SYNGJUM JÓLIN INN!
 
Verið velkomin í almennan söng, kórsöng og lestra sunnudaginn 17. desember klukkan 17:00 í Hallgrímskirkju.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
 
Að syngja jólin inn er vel þekkt á Englandi og víða á Norðurlöndunum. Þar gefst kirkjugestum kostur á að undirbúa jólahátíðana með því að syngja marga af ástsælustu jólasálmunum auk þess að hlýða á fallegan kórsöng.
Kór Hallgrímskirkju, Kammerkórinn Hljómeyki og Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja og leiða almennan söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Erlu Rutar Káradóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.
Prestar safnaðanna taka þátt í tónleikunum með lestrum úr ritningunni og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir blessar söfnuðinn í lok tónleikanna.
 
Hallgrímskirkja - Þinn staður!