ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2025
Tómas Guðni Eggertsson orgel Seljakirkja Reykjavík
Sunnudagur 13. júlí kl. 17
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 3.900
Tómas Guðni Eggertsson (f. 1974) lauk prófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum vorið 1996, hjá Vilhelmínu Ólafsdóttur. Hann hélt til framhaldsnáms við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, lauk þaðan BA-prófi 1999 og Postgraduate-námi ári síðar. Hann lauk einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 2007 og kantorsprófi í kjölfarið, hvar aðalkennari hans var Björn Steinar Sólbergsson. Í júní sl. útskrifaðist Tómas Guðni með meistarapróf í orgelleik frá Tónlistarháskólanum í Gautaborg, undir handleiðslu Karin Nelson.
Tómas Guðni hefur kennt tónlist víða um land, bæði á píanó og blásturshljóðfæri. Þá hefur hann starfað með ólíkum listamönnum í ýmsum geirum tónlistar, svo sem Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Davíð Þór Jónssyni, Dimitri Ashkenazy, Þóru Einarsdóttur og Sveini Dúu Hjörleifssyni, að ógleymdum kórum á borð við Schola Cantorum, Voces Masculorum og Karlakórinn Fóstbræður. Þá hefur hann fengist við tónsmíðar og útsetningar.
Við orgelborðið hefur Tómas Guðni komið fram á einleikstónleikum á Íslandi og í Svíþjóð og ennfremur tekið þátt í flutningi stærri verka á vettvangi kirkjutónlistar. Hann starfar sem tónlistarstjóri og organisti Seljakirkju.
Efnisskrá:
1. Jón Nordal – Tokkata (1985)
2. J.S. Bach – Schmücke dich, o liebe Seele, BWV 654
3. Harald Fryklöf – Symfoniskt stycke för orgel/Symphonic Pice
4. Spuni/Improvisation
5. Jeanne Demessieux – Te Deum