Tommaso Maria Mazzoletti - Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025

ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2025
Sunnudagur 3. ágúst kl. 17
Tommaso Maria Mazzoletti orgel Gland Switzerland

Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir  3.900 kr.

Tommaso Maria Mazzoletti fæddist árið 1991 í Novara á Ítalíu og hóf tónlistarnám á píanó áður en hann fann köllun sína til orgelsins tólf ára gamall. Hann stundaði nám á Ítalíu og síðar í Frakklandi og Sviss, þar sem hann lauk tveimur meistaraprófum í einleik og túlkun. Hann hefur starfað sem aðalorganisti í San Nazzaro Sesia á Ítalíu og síðar í Gland og Vich í Sviss. Þar stóð hann m.a. að byggingu nýs orgels sem vígt var árið 2021.

Mazzoletti er eftirsóttur einleikari og hefur komið fram víða í Evrópu og Ameríku. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar og gefið út fjölda hljómplatna, m.a. með tónlist eftir íölsk 20. aldar tónskáld og heildarorgelverk Pietro Alessandro Yon.

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR