TVÆR HLIÐAR HALLGRÍMS
Tónlistarhópurinn Umbra mun vinna með valið efni úr bókinni „Hvað verður fegra fundið?“ en bókin er í vinnslu fyrir Minningarár Hallgríms Péturssonar - 350. Bókin inniheldur andlega og veraldlega texta eftir skáldi sem valdir voru af Sr. Irmu Sjörn Óskarsdóttur, Steinunni Jóhannesdóttur, Svanhildi Óskarsdóttiu og Margréti Eggertsdóttur."
Veraldleg ljóð Hallgríms Péturssonar hafa ekki fengið mikla athygli í tónsköpun en eftir hann liggja ljóð og kvæði sem er magnaður spegill á merkilega ævi skáldsins og heimsmynd 17.aldar. Á tónleikunum er jöfnum höndum unnið með trúarleg og veraldleg kvæði Hallgrím - tónefni kemur úr nokkrum áttum, Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar, lagboðum frá miðöldum og eigin tónsmíðum hópsins.