VÍGSLUTÓNLEIKAR FROBENIUS-KÓRORGELSINS

VÍGSLUTÓNLEIKAR FROBENIUS-KÓRORGELSINS
Tvö orgel og kór
Hvítasunnudagur 19. maí kl. 17
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Matthías Harðarson orgel
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason stjórnandi og orgel
Frjáls framlög

Á Hvítasunnudag 19. maí verður hátíð í Hallgrímskirkju þar sem Frobenius kórorgel kirkjunnar verður helgað í hátíðarmessu eftir gagngera endurbyggingu.
Kl. 17 sama dag verða vígslutónleikar þar sem flutt verða verk fyrir tvö orgel og kór. 
Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt þar sem Frobenius kórorgelið fær að sýna nýjar hliðar og ótal nýja möguleika eftir endurbygginguna, bæði sem einleikshljóðfæri og einnig í meðleik með Klais orgelinu og Kór Hallgrímskirkju. Flutt verða einleiksverk fyrir orgel eftir Friedrich Wilhelm Zachow og Johann Bernhard Bach. Auk þess verð fluttir þættir úr messum fyrir tvö orgel og kór eftir tvo af organistum Notre Dame í París - ´Messe Solennelle´ eftir Louis Vierne og þættir úr glænýrri messu eftir Yves Castagnet - ´Messe Salve Regina´.
Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur tónskáld, ´Veni Sancte Spiritus´ sem samið er í tilefni af vígslu Frobenius kórorgelsins.

Flytjendur eru Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari, Matthías Harðarson orgelleikari, Kór Hallgrímskirkju og Steinar Logi Helgason kórstjóri og orgelleikari.

Með endurgerð og stækkun kórorgelsins, vilja söfnuðurinn og gefendur heiðra minningu Hallgríms Péturssonar á 350 ára dánarártíð hans 2024.

Tekið verður á móti frjálsum framlögum.

Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja styrkja uppbyggingu orgelsins geta einnig millifært og er reikningsnúmerið eftirfarandi: 0133-26-009422 Kt: 590169-1969 Mikilvægt er að skrifa "Orgelsjóður" í útskýringu.

Hallgrímskirkja – Þinn staður!