VOCES8 & Pétur Sakari: Twenty!

VOCES8 & Pétur Sakari: Twenty!
20 ár með VOCES8
Laugardagur 27. september kl. 17.00
 
VOCES8 býður áheyrendum í ógleymanlegt tónlistarferðalag í gegn um aldirnar.
 
Komdu og fagnaðu 20 ára afmæli heimsþekkta sönghópsins VOCES8 með glæsilegum tónleikum í Hallgrímskirkju!
Á efnisskránni eru mörg af þeirra ástsælu kórverkum – bæði sígildar perlur og nýleg meistaraverk. Með þeim leikur hinn magnaði finnski konsertorganisti Pétur Sakari, sem bætir við krafti og dýpt í tónlistarflutninginn.
 
Ekki missa af þessum einstöku tónleikum þar sem fagnað er glæsilegum 20 árum í þjónustu tónlistarinnar.
 
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
 
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!