Kirkjukrakkar í flæði

Hallgrímskirkja verður með Æði-flæði listasmiðjur fyrir börn og unglinga í jan. - mars 2023.

 

Flæðið í smiðjunum verður æðislegt, skapandi og skemmtilegt.

Það er takmarkað pláss í smiðjurnar og skráning er nauðsynleg.

Smiðjurnar verða sex skipti og boðið er upp á 15 pláss.

Það koma gestakennarar í smiðjurnar.

Það er frítt í smiðjurnar.

Biblíusögur verða sagðar í lok hvers flæðis.

Í lok smiðjanna verður sýning á Æði-flæði listaverkunum á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar 5. mars kl. 11:00 í Hallgrímskirkju.

Smiðjurnar munu vera á þessum tíma:

Kirkjukrakkar í flæði á mán. kl. 14:30-15:30 fyrir börn í 1.-4. bekk. SKRÁNING HÉR!

Æði-smiðja á þri. kl. 15:00-16:00 fyrir börn í 5.-7. bekk. SKRÁNING HÉR!

Æði-gjörningur á þri. kl. 20-21:30 fyrir unglinga í 8. bekk og upp úr. SKRÁNING HÉR!

Danskennari heldur utan um hópinn og hann mun vera með gjörning í fjölskylduguðsþjónustu 5. mars.

Dagsetningar og dagskrá hér:

Kirkjukrakkar í flæði:

 • 23. jan.: Búum til spil
 • 30. jan.: Altarisdúkagerð
 • 6. feb.: Diy tie bolir
 • 13. feb.: Slímgerð
 • 20. feb.: Leirgerð
 • 27. feb.: Regnbogagerð

Æði-smiðja:

 • 24. jan.: Búum til spil
 • 31. jan.: Altarisdúkagerð
 • 7. feb.: Diy tie bolir
 • 14. feb.: Slímgerð
 • 21. feb.: Leirgerð
 • 28. feb.: Regnbogacollar

 

Æði-gjörningur:

 • 24. jan.
 • 31. jan.
 • 7. feb.
 • 14. feb.
 • 21. feb.
 • 28. feb.