Sunnudagaskólinn

Vertu velkomin í sunnudagaskólann!
Við hittumst alla sunnudaga kl. 11:00 í Hallgrímskirkju. Sunnudagaskólinn byrjar inn í kirkju í messunni  og svo fer sunnudagaskólinn í Suðursal kirkjunnar. Í sunnudagaskólanum er sungið, dansað, leikið, það er bænagjörð, biblíusaga og föndrað í lok stundar. Smá hressing í boði eftir stundina. Komdu og vertu með!