01.09.2023
Fermingarstarfið í Hallgrímskirkju hefst miðvikudaginn 13. september.
Enn er hægt að skrá sig (hér) . Frekari upplýsingar má finna á hallgrimskirkja.is
31.08.2023
Sunnudagaskólinn hefst í Hallgrímskirkju 3. september kl. 11.00.
Ragnheiður Bjarndóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir, Kristný Rós Gústafsdóttir, Alvilda Eyvör Elmarsdóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Lára Ruth Clausen bjóða alla krakka velkomna í fjölbreytt og vandað sunnudagaskólastarf.
Sunnudagaskólastarf er sprotastarf í kirkjunni fyrir krakka á öllum aldri í fylgd með fullorðnum eða góðum vinum.
29.08.2023
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur samið við Grétar Einarsson, sem gegnt hefur starfi yfirkirkjuvarðar, um að taka að sér auknar skyldur sem kirkjuhaldari frá og með 1. ágúst síðstliðnum
26.08.2023
Frábær tónleikaröð framundan Haust í Hallgrímskirkju 2023.
03.08.2023
Con Moto er blandaður kór frá Ulsteinvik, litlum bæ á eyju við vesturströnd Noregs. Kórinn var stofnaður fyrir 45 árum og í tilefni af tímamótum var ákveðið að sækja Ísland heim og að heimsækja Hallgrímskirkju. Þau syngja við messu sunnudaginn 6. ágúst. Stjórnandi kórsins er Svein Norleif Eiksund