Æði-flæði fer vel af stað

Listasmiðjan Æði-flæði í Hallgrímskirkju fer vel af stað. Skráningar í smiðjurnar hafa gengið vel og það fullt hjá yngsta stiginu en nokkur laus pláss eftir hjá miðstiginu. Það er enn hægt að skrá sig hér. Börnin skemmta sér vel við að skapa og og leika sér í listinni. Sýning á listaverkum þeirra verður á Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 5. mars kl. 11 í fjölskylduguðsþjónustu. Það er tilhlökkun hjá börnunum og starfsfólki Hallgrímskirkju að sýna fjölskyldum þeirra og söfnuðinum hvað þau hafa verið að skapa.