Æðislegur æskulýðsdagur

06. mars 2023
Fréttir

Það var regnboga og fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdaginn 5. mars í Hallgrímskirkju. Það var sett upp sýning á listaverkum eftir börn úr Æði-flæði smiðjunni í forkirkjunni, börnin gerðu líka altarisdúka, annar var á altarinu í þjónustunni og hin í kórtröppunum til sýnis. Gabríella Ragnheiður Dimac Kristjánsdóttir lék á fiðlu og stúlknakór Reykjavíkur kom og söng fallegan söng fyrir og með söfnuðinum. Biblíusaga dagsins var Örkin hans Nóa og þemað í guðsþjónustunni var sáttmáli og regnbogi. Börnin fengu dýragrímur og bænatré var sett upp og það mun standa fram að páskum. Eftir guðsþjónustuna var fjársjóðsleit og grjónagrautur í Suðursalnum. Um 200 manns komu í guðsþjónustuna og tóku þátt í skapandi regnbogaguðsþjónustu. 

Þátttakan í Æði-flæði smiðjuna var góð og skráningar í Æði-flæði vorsmiðju er hafin hér ! Þemað í vorsmiðjunum verður útivist og leikur.

Hér má sjá myndir frá deginum.