Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 6. mars

Á sunnudaginn kemur er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Það verður æskulýðs-og friðarguðsþjónusta kl. 11 á sun. og fermingarbörn aðstoða. Kammerkórinn Aurora syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur. Danshópurinn Dass kemur og sýnir okkur dansatriði. Bænatré verður sett upp í kirkjunni og það mun standa fram að páskum, kirkjugestum býðst að hnýta spotta með bænarefnum sínum á tréð. Það verða makkarónur og kleinur í messukaffinu. Litrík og óhefðbundin fjölskylduguðsþjónusta. Verið öll hjartanlega velkomin.