Drengjakór Herning kirkjunnar í Danmörku á tónleikum sunnudaginn 16. október kl. 12.30

12. október 2022
Fréttir

Drengjakór Herning kirkjunnar (Danmörk) syngur á tónleikum í Hallgrímskirkju sunnudaginn 16. október kl. 12.30.
Kórinn tekur einnig þátt í messu sunnudagsins.

Drengjakór Herning kirkju er einn af elstu kórum Danmerkur og aðeins annar af tveimur atvinnukórum í Skandinavíu. Saga kórsins nær allt aftur til ársins 1949, þegar hann var stofnaður af hinum organistanum Cort Cortsen, sem hafði þá sýn að skapa vandaðan kór sem gæti stutt safnaðarsöng við kirkjulegar athafnir eftir fyrirmynd ensku kórhefðarinnar.
Stjórnandi kórsins í dag er Charlotte Rowan.

https://herningkirkesdrengekor.dk/

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð kórsins um Ísland.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.