Fjölskylduguðsþjónusta og jólaball sun. 18. des.

12. desember 2022
Fréttir

Á sunnudaginn kemur, fjórða sunnudag í aðventu, 18. des. kl. 11:00 verður fjölskylduguðsþjónusta og jólaball í Hallgrímskirkju.

Stúlknakórinn Graduale Futuri syngur og flytur helgileik. Almennur jólasöngur og Kristný Rós djákni flytur hugvekju.

Jólasveinar koma í heimsókn og gefa börnunum glaðning.

Verið hjartanlega velkomin.