Foreldramorgnar í Hallgrímskirkju

07. desember 2022
Fréttir

Foreldrar og kríli á foreldramorgnum í Hallgrímskirkju fengu skoðunarferð um kirkjuna í morgun.

Þau fengu að heyra um sögu kirkjunnar, um kirkjumuni og um Jólin hans Hallgríms í baðstofunni í Norðursal.

Hópurinn endaði svo á því að fara upp í turn, veðrið lék við þau en sólin skein, það var heiðskírt úti og algjört logn upp í turni. 

Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10-12 í kórkjallaranum og allar fjölskyldur eru velkomnar. Frekari upplýsingar hjá kristny@hallgrimskirkja.is