Frábær byrjun á Orgelsumri 2022 í Hallgrímskirkju

04. júlí 2022
Fréttir

Sérlega fallegir og vandaðir tónleikar hjá systkinunum Matthíasi og Guðnýju Charlottu Harðarbörnum á upphafstónleikum Orgelsumars 2022 í Hallgrímskirkju á fallegum sumardegi í gær.

Mjög góð aðsókn var á tónleikunum, ferðamenn og heimafólk fjölsóttu.

Orgelsumarið heldur svo áfram með fjölbreyttri dagskrá fram til 21. ágúst með tónleikum alla laugardaga og sunnudaga.
https://www.hallgrimskirkja.is/is/dagatal/dagatal-listi

Gleðilegt Orgelsumar!