Fyrirlestur um ástina, missi og umbreytingarmátt ljóðlistarinnar

29. október 2022
Fréttir

Þriðjudaginn 1.nóvember kl. 12.10 – 13.00 flytur Alda Björk Valdimarsdóttir, prófessor og ljóðskáld erindið:
Án ástarinnar væri maðurinn einn.
„Það er erfitt / að fá fréttirnar úr ljóðum /og þó hljóta menn hroðalegan dauða / hvern dag /af skorti / á því sem þar er að finna“.
Svo yrkir bandaríska ljóðskáldið William Carlos Williams og fangar í línunum umbreytingarmátt ljóðlistarinnar fyrir líf þeirra sem nema það sem þau hafa upp á að bjóða og þann lífskraft sem ljóðið getur fært okkur í ástinni og dauðanum.
„Því hvað er ást / annað er taktur / annað er sláttur / í myrkrinu“

segir Alda Björk Valdimarsdóttir og leitast í erindi sínu við að leggja við hlustir.
Einnig mun hún lesa úr nýútkominni ljóðabók sinni. “Við lútum höfði fyrir því sem fellur”