HAUSTTÓNLEIKARÖÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU

26. ágúst 2023
Fréttir

Hausttónleikaröð Hallgrímskirkju hefst laugardaginn 2. september kl. 12. Lára Bryndís Eggertsdóttur organisti í Grafarvogskirkju og saxófónleikarinn Dorthe Højland frá Danmörku, DUO BARAZZ, flytja barokk- og jazz-spuna.

Á þessum síðari hluta árs fáum við góða gesti í kirkjuna. Hallgrímskirkja hefur m.a. spennandi samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Óperudaga í Reykjavík og heldur einnig uppi góðu samstarfi við Listaháskóla Íslands og Iceland Airwaves. Tónleikaröðinni lýkur svo sunnudaginn 26. nóvember kl 17 þar sem fyrrum kantor Hallgrímskirkju Hörður Áskelsson verður heiðraður á sjötugsafmæli sínu.
Það er því mjög spennandi tónleikaröð framundan en hér að neðan má sjá alla viðburði á vegum kirkjunnar í haust.

Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á réttum dagsetningun í dagatali kirkjunnar.

HALLGRÍMSKIRKJA / Tónleikar haust 2023 

HÁDEGISTÓNLEIKAR / DUO BARAZZ
Laugardagur 2. september kl. 12
Lára Bryndís Eggertsdóttir, orgel
Dorthe Højland saxófónn
Aðgangseyrir ISK 2.500 kr.

ARCHORA – SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Í HALLGRÍMSKIRKJU
Föstudagur 6. október kl. 18
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Bryndís Guðjónsdóttir sópran
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason, kórstjóri
Eva Ollikainen, stjórnandi
Aðgangseyrir 4.900 kr.

HÁDEGISTÓNLEIKAR
Laugardagur 7. október kl. 12
Steingrímur Þórhallsson, orgel
Pamela De Sensi, flauta
Aðgangseyrir 2.500 kr.

MOZART REQUIEM – SING ALONG / Óperudagar í Hallgrímskirkju
Sunnudagur 22. október kl. 17 
Hátíðarkór Óperudaga
Bryndís Guðjónsdóttir, sópran
Guja Sandholt, messósópran
Gissur Páll Gissurarson, tenór
Jóhann Smári Sævarsson, bassi
Lára Bryndís Eggertsdóttir, orgel
Steinar Logi Helgason, stjórnandi
Aðgangseyrir 2.500 kr.

HÁDEGISTÓNLEIKAR / ICELAND AIRWAVES PARTNER EVENT
Laugardagur 4. nóvember kl. 12 
Arngerður María Árnadóttir, orgel
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla
Gestir:
Davíð Þór Jónsson, píanó 
Skúli Sverrisson, rafmagnsbassi 
Aðgangseyrir 3.000 kr.

MAURICE DURUFLÉ – REQUIEM / ICELAND AIRWAVES PARTNER EVENT
Sunnudagur 5. nóvember kl. 17
Hymnodia Kammerkór & Kammerkór Norðurlands
Hildigunnur Einarsdóttir, messósópran
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló
Eyþór Ingi Jónsson, orgel
Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi
Aðgangseyrir 3.900 kr.

LISTAHÁSKÓLINN Í HALLGRÍMSKIRKJU
Laugardagur 18. nóvember kl. 14 
Ókeypis aðgangur

HEIÐURSTÓNLEIKAR  / Hörður Áskelsson sjötugur! 
Sunnudagur 26. nóvember kl. 17 
Ókeypis aðgangur

Miðasala í kirkju og á www.tix.is

 

Hallgrímskirkja - Þinn staður!