Hinsegin dagar

Fáni og kerti í Hallgrímskirkju - sáþ
Fáni og kerti í Hallgrímskirkju - sáþ

Hallgrímskirkja óskar lesbíum, hommum, tví- og pan-kynhneigðum, transfólki, intersex fólki, kynsegin fólki og öllum öðrum hinsegin einstaklingum sem og Íslendingum öllum til hamingju með hinsegin daga og gleðigönguna. 

Sálmur 909

Er vaknar ást á vori lifs.

Himinninn er nálægt þér.

Múr sinn rjúfi hjarta þitt.

Himinninn er nálægt þér.

Er rústir lifna og léttir þraut

og regnið lífgar eyðisand,

þorsta þínum svalað er.

Himinninn er nálægt þér.

 

Ef friðarhliðin ljúkast upp.

Himinninn er nálægt þér.

Ljós Guðs dýrðar skín við þér.

Himinninn er nálægt þér.

Ef hlekkjum efans þú losnar frá

og hjartað fagnar nýrri þrá,

þorsta þínum svalað er.

Himinninn er nálægt er.

Linda Selava Prindule - Kristján Valur Ingólfsson