Jólastreymi Hallgrímskirkju

15. desember 2021
Fréttir
Hallgrímskirkja - streymandi jól - mynd Saga Sig.

Það er dásamlegt að vera í Hallgrímskirkju og syngja jólasálmana en þessi jól verður líka steymt beint frá aftansöng aðfangadags kl. 18, frá guðsþjónustunni á jólanótt kl. 23.30 og hátíðarguðsþjónustu á jóladag kl. 14. Á heimasíðunni hallgrimskirkja.is verða birtir hlekkir á streymið. Þau sem vilja vera í kirkjunni eru beðin um að fara í hraðpróf. Upplýsingar um guðsþjónustur, tónleika og aðrar athafnir eru einnig veittar á heimasíðu kirkjunnar. Helgihaldið er dásamlegt og nú er hægt að syngja og njóta ekki aðeins í kirkjunni heldur líka hvar sem er. Gleðileg jól.