Leikritið Ertu hér? sýnt í kórkjallara kirkjunnar

13. desember 2021
Fréttir

Vinkonurnar Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir hafa sýnt leikverkið  Ertu hér? fjórum sinnum  í kórkjallaranum og er sýningin í samstarfi við Borgarleikhúsið.  Staðsetningin er ekki tilviljun en þær kynntust í kirkjustarfinu.  Þær hafa þekkst síðan þær voru sex ára og í leikritinu segja þær frá ævi sinni og hvernig þær hafa verið til staðar fyrir hvor aðra alla tíð.  Í lok verksins leiddu þær áhorfendur upp í kirkju þar sem áhorfendur hlýddu á fallegan söng kórsins Senjorítanna