Messufall vegna sóttvarnaaðgerða

12. janúar 2022
Fréttir
Hallgrimskirkja - sáþ

Guðsþjónustur og tónleikar falla niður í Hallgrímskirkju frá og með áramótum þar til annað verður ákveðið. Biskup Íslands hefur óskað eftir að fólki verði ekki stefnt til kirknanna til opinbers helgihalds vegna COVID-19. Hallgrímskirkja er opin alla daga frá kl. 10-17 og hægt að koma til bæna, kveikja á kerti og njóta kyrrðar helgidómsins. Sunnudaginn 16. janúar kl. 11 verður ekki guðsþjónusta í kirkjunni en prestur verður á staðnum til samtals og bænagerðar.