Orgelhátíð barnanna á laugardaginn, 1. okt.

29. september 2022
Fréttir

Á laugardaginn kemur verður Orgelhátíð barnanna í Hallgrímskirkju. 

Hátíðin hefst kl. 12:00.

DAGSKRÁ

    Kl. 12: Orgeltónleikar fyrir alla fjölskylduna. Leikin verða frægustu orgelverk sögunnar ásamt þekktum lögum úr kvikmyndum og Eurovision slagarar.
    Kynnir: Guðmundur Einar Jónsson
    Kl. 13: Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili. Orgelspunasmiðja í kirkju. Í orgelkrakkavinnusmiðju setja börn saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok stundar. Orgelspunasmiðja er vinnusmiðja fyrir börn þar sem þau fá að semja tónlistarævintýri á orgel Hallgrímskirkju. Hentar stórum og smáum hvort sem þau kunna á hljóðfæri eða ekki.
      Kl. 14: Orgelspunasmiðja í kirkju. Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili.
      Kl. 15: Orgelspunasmiðja í kirkju. Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili.

 

Dagana 25. sept. til 1. okt. er Orgelkrakkahátíð haldin í Reykjavík. Hátíðin hófst með fjölskylduguðsþjónustu í Háteigskirkju sunnudaginn 25. september. Dagana á eftir var 2. bekk í öllum grunnskólum Reykjavíkur boðið á sýninguna Lítil saga úr orgelhúsi í þremur mismunandi kirkjum, Fella- og Hólakirkju, Grafarvogskirkju og Hallgrímskirkju. Hátíðinni lýkur í Hallgrímskirkju 1. október með tónleikum fyrir alla fjölskylduna kl. 12. Eftir tónleikana verður boðið upp á orgelkrakkasmiðjur þar sem þátttakendum gefst kostur á að smíða lítið orgel og fá að lokum að prófa að spila á það.

      Skráning á orgelkrakkasmiðjur fer fram á kristny@hallgrimskirkja.is
      Ókeypis er á orgelhátíðina og allir eru velkomnir, stórir sem smáir.
        Orgelkrakkahátíðin er styrkt af Barnamenningarsjóði, Tónlistarsjóði og Þjóðkirkjunni.