Rúnar Vilhjálmsson kjörinn á kirkjuþing

17. maí 2022
Fréttir
Rúnar Vilhjálmsson

Rúnar Vilhjálmsson, í sóknarnefnd Hallgrímskirkju, var kjörinn á kirkjuþing sem aðalmaður Reykjavíkurkjördæmis. Aðrir aðalmenn í kjördæminu eru Kristrún Heimisdóttir úr Seltjarnarnessókn og Jónína Rós Guðmundsdóttir úr Háteigssókn. Gunnar Þór Ásgeirsson úr Dómkirkjusókn var kjörinn 1. varamaður. Fulltrúar á kirkjuþing, sem er æðsta valdastofnun þjóðkirkjunnar, eru kosnir til fjögurra ára og á þinginu eru bæði prestar og fulltrúar sóknarnefnda. Hægt er að sjá á kirkjan.is hverjir munu starfa á kirkjuþingi og hægt að nálgast úrslit kirkjuþingskosninga að baki þessri smellu