Sunnudagaskólinn fer í sumarfrí

20. maí 2022
Fréttir

Sunnudagaskólinn í Hallgrímskirkju fer í sumarfrí eftir velheppnaða vorhátíð sem var haldin síðasta sunnudag. Vorhátíðin hófst á fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Barnakórinn Graduale Futuri og fiðlusveit úr Allegro Suzukitónlistarskólanum sungu og spiluðu fyrir söfnuðinn. Söfnuðurinn söng sumarið og vorið inn með vorsöngvum og barnasálmum. Starfsfólk barnastarfs Hallgrímskirkju þakkar fjölskyldunum fyrir frábæran vetur. Það óskar þess að þið eigið gott sumar og sjáumst svo aftur hress í september. Það er ekki allt barnastarf Hallgrímskirkju komið í sumarfrí, en Kirkjukrakkar, TTT (10-12 ára) barnastarf og foreldramorgnar sem eru á miðv. kl. 10-12 í kórkjallaranum halda áfram.