SYNGJUM JÓLIN INN!

13. desember 2022
Fréttir

Kórsöngur, almennur söngur og lestrar

Sunnudaginn 18. desember kl. 17 verður bryddað upp á nýjung í jólatónleikahaldi Hallgrímskirkju sem nefnist SYNGJUM JÓLIN INN!
Að syngja jólin inn er vel þekkt á Englandi og víða á Norðurlöndunum.
Þar gefst kirkjugestum kostur á að undirbúa jólahátíðana með því að syngja marga af ástsælustu jólasálmunum auk þess að hlýða á fallegan kórsöng.
Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar en auk þess fáum við góða gesti frá Breiðholtskirkju og Neskirkju í Reykjavík.
Fram koma: Kór Hallgrímskirkju, Kór Breiðholtskirkju, Kór Neskirkju, Björn Steinar Sólbergsson, Steinar Logi Helgason, Steingrímur Þórhallsson og Örn Magnússon.
Kórarnir syngja bæði hver í sínu lagi en mynda líka einnig saman 100 manna kór sem mun án efa heilla kirkjugesti.
Prestar safnaðanna taka þátt í tónleikunum með lestrum úr ritningunni og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir blessar söfnuðinn í lok tónleikanna.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Mynd / Hrefnah