Við áramót

28. desember 2021
Fréttir

Við, starfsfólk Hallgrímskirkju, þökkum samstarfið á litríku og fjölbreytilegu ári 2021. Sóttvarnamál hafa haft mikil áhrif á lífið í Hallgrímskirkju og enn á ný hefur þjóðkirkjan neyðst til að fella niður helgihald um áramótin. Tónleikar og guðsþjónustur í Hallgrímskirkju falla því niður fram yfir 2. janúar 2022. En aftansöngur gamlársdags verður tekinn upp og útvarpað 31. desember á RÚV kl. 18. Guð gefi okkur öllum gott og gæfuríkt nýtt ár 2022.