Ungverski kórinn Gaude syngur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju.

19. september 2022
Fréttir
Ungverski kórinn Gaude syngur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 21. september kl 12.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
 
Áhugamannakórinn Gaude var stofnaður árið 2000 í bænum Göd við útjaðri Búdapest. Söngelskt fólk úr öllum áttum, kennarar, myndlistarmenn, háskólanemar, verkafólk og sendiherra í röðum hans undir stjórn Ferenc Utassy sem var þá nýfluttur heim frá Íslandi.
Kórinn hefur dafnað og öðlaðist frægð bæði heima og í mörgum löndum Evrópu. Hann hefur sungið krefjandi kórverk ýmissa tíma, óratóríur, mótettur og madrigala auk Þjóðlagaútsetninga á fjölmörgum tungumálum, og alltaf haft íslensk kórtónlist á dagskrá m.a. eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Árni Harðarson og Pál Ísólfsson.
Kórinn hefur tekið á móti fjölda kóra frá Íslandi og haldið með þeim tónleika í Ungverjalandi.
Þetta er fyrsta heimsókn kórsins til Íslands og jafnframt kveðjustund frá stofnanda sem hefur verið stjórnandi kórsins í 18 ár. Núverandi söngstjórinn er Mátyás Földvári sem útskrifast frá Ferenc Liszt Tónlistarakademíunni á þessu ári.