Vetur & vor í Hallgrímskirkju 2026

28. desember 2025

Tónleikar í Hallgrímskirkju – Vetur og vor 2026

Hallgrímskirkja býður upp á fjölbreytta og metnaðarfulla tónleikaröð Vetur og vor 2026, þar sem kirkjan er vettvangur fyrir tónlist sem spannar vítt svið, allt frá samtímatónlist og kórverkum til sígildra meistaraverka og nýstárlegra samspilsforma.


Dagskráin hefst með Myrkum músíkdögum þann 1þ febrúar þar sem Cantoque Ensemble flytur tónlist Hildigunnar Rúnarsdóttur, og heldur áfram með Opnun Vetrarhátíðar 5. febrúar þar sem ljós, orgeltónlist og rafræn tækni mætast.


Hádegistónleikar eru reglulegur liður á vorönninni og gefa gestum tækifæri til að njóta tónlistar í miðjum degi, fyrsta laugardag hvers mánaðar í einstöku rými kirkjunnar.


Á dagskránni má einnig finna helgihald og tónlist tengda kirkjuárinu, svo sem aftansöng með Kór Hallgrímskirkju á Boðunardegi Maríu, flutning á Sjö orðum Krists eftir Haydn á Pálmasunnudag og tónlist Oliviers Messiaens á Uppstigningardegi. Samstarf við Listaháskóla Íslands og Söngvahátíð barnanna undirstrikar mikilvægi kirkjunnar sem lifandi menningar- og fræðslustaðar fyrir allar kynslóðir.

Tónleikaröðinni lýkur með glæsilegum tónleikum í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík, þar sem kynslóðir tónskálda og flytjenda mætast í tónleikum með kór, söngvurum og hljóðfæraleikurum af hæsta gæðaflokki.


Hér að neðan má finna dagskrána:


HALLGRÍMSKIRKJA

TÓNLEIKAR VETUR & VOR 2026


 MYRKIR MÚSÍKDAGAR
Sunnudagur 1. febrúar

Tónskáldaspjall / Hildigunnur Rúnarsdóttir@ 16:00

CANTOQUE syngur Hildigunni Rúnarsdóttur @ 17:00
Cantoque ensemble
Steinar Logi Helgason stjórnandi
Aðgangseyrir /
ISK 4.900


Opnun Vetrarhátíðar 2026

HyperOrgel / Intelligent Instruments Lab
Fimmtudagur 5. febrúar kl.18:30
Ókeypis aðgangur


HyperOrgel í Hallgrímskirkju – Laugardagur 7. febrúar/ Intelligent Instruments Lab
Hádegistónleikar / Matinée @ 12:00

Kynning í Norðursal @13:20

HyperOrgel á heila tímanum – Verk fyrir tölvustýrt orgel flutt kl. 13, 14, 15 og 16


HÁDEGISTÓNLEIKAR / Matinée
Laugardagur 7. mars kl. 12

Eyþór Franzson Wechner orgel
Aðgangseyrir / ISK 3.200


Boðunardagur Maríu / AFTANSÖNGUR MEÐ KÓR HALLGRÍMSKIRKJU
Sunnudagur 22. mars kl. 17
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason stjórnandi
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Ókeypis aðgangur


Haydn – Sjö orð Krists
Strengjakvartettinn Siggi

Pálmasunnudagur 29. mars kl. 17
Aðgangseyrir / ISK 4.900


PASSÍUSÁLMALESTUR og tónlist á föstudaginn langa
Föstudagur 3. apríl kl. 13:00–18:30

Ókeypis aðgangur


HÁDEGISTÓNLEIKAR / Matinée

Matthías Harðarson orgel
Laugardagur 4. apríl kl. 12

Aðgangseyrir / ISK 3.200


LISTAHÁSKÓLINN Í HALLGRÍMSKIRKJU
Laugardagur 18. apríl kl. 14

Ókeypis aðgangur


SÖNGVAHÁTÍÐ BARNANNA
Sumardagurinn fyrsti 23. apríl kl. 14

Ókeypis aðgangur


HÁDEGISTÓNLEIKAR
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgel
Ave Sillaots harmónikka

Laugardagur 2. maí kl. 12
Aðgangseyrir / ISK 3.200


OLIVIER MESSIAEN – L’ASCENSION / Orgelandakt
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Uppstigningardagur 14. maí kl. 11
Ókeypis aðgangur


HÁDEGISTÓNLEIKAR / Matinée

Lára Bryndís Eggertsdóttir orgel
Jón Arnar Einarsson básúna
Laugardagur 6. júní kl. 12

Aðgangseyrir / ISK 3.200


Samhljómur kynslóða: Hildur Guðnadóttir & Jón Nordal
LISTAHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU
Sunnudagur 7. júní kl. 17
Kór Hallgrímskirkju
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran
Andrew Watts kontratenór
Bryndís Halla Gylfadóttir selló
Frank Aarnink slagverk
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Steinar Logi Helgason stjórnandi
Aðgangse
yrir / ISK 5.900


Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á www.tix.is.
Nánari upplýsingar má finna á 
www.hallgrimskirkja.is.