Verið velkomin
Hallgrímskirkja er lúthersk sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur og stærsta kirkja Íslands.
Fréttir & tilkynningar

Eftir Sólbjörg Björnsdóttir
•
9. desember 2025
Sýningin Jólin hans Hallgríms er hafin og nú streyma aftur leik- og grunnskólabörn í Hallgrímskirkju á aðventunni. Mikil gleði ríkir í kirkjunni þegar börnin fá að sjá, og sum einnig að heyra, hið stórbrotna Klais-orgel kirkjunnar, skoða kirkjumuni og hlýða á sýningu í baðstofu sem sett er upp ár hvert sérstaklega fyrir þessa upplifun. Sýningin er byggð á samnefndri bók Steinunnar B. Jóhannesdóttur, og fá börnin þar að kynnast jólaanda fyrri alda. Börnin fá að skyggnast inn í jólastemningu fyrir um 400 árum, þegar Hallgrímur Pétursson var ungur drengur og jólin höfðu allt annan svip en í dag. Opið er fyrir bókanir fyrir leik- og grunnskólahópa á aldrinum 3–10 ára ásamt kennurum á Abler.io. HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR BARNANNA

Eftir Sólbjörg Björnsdóttir
•
26. nóvember 2025
Sóknarpresturinn okkar, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, fjallar um sannleikann í áhrifaríkum uppástandspistli á RÚV. Hún kallar okkur til umhugsunar um mikilvægi heiðarleika, æðruleysis og sannleiksleitar í daglegu lífi. Hlýðið pistlinum hér: https://www.ruv.is/utvarp/spila/uppastand/33185/9sf8vk HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR

Eftir Sólbjörg Björnsdóttir
•
9. desember 2025
Sýningin Jólin hans Hallgríms er hafin og nú streyma aftur leik- og grunnskólabörn í Hallgrímskirkju á aðventunni. Mikil gleði ríkir í kirkjunni þegar börnin fá að sjá, og sum einnig að heyra, hið stórbrotna Klais-orgel kirkjunnar, skoða kirkjumuni og hlýða á sýningu í baðstofu sem sett er upp ár hvert sérstaklega fyrir þessa upplifun. Sýningin er byggð á samnefndri bók Steinunnar B. Jóhannesdóttur, og fá börnin þar að kynnast jólaanda fyrri alda. Börnin fá að skyggnast inn í jólastemningu fyrir um 400 árum, þegar Hallgrímur Pétursson var ungur drengur og jólin höfðu allt annan svip en í dag. Opið er fyrir bókanir fyrir leik- og grunnskólahópa á aldrinum 3–10 ára ásamt kennurum á Abler.io. HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR BARNANNA
Við erum á Instagram
Kyrrð, ró og íhugun ásamt óhefðbundinni tónlist fyrir kirkju.
Í kvöldkirkjunni er slökkt á símanum og samtölin eru látin bíða þar til út er komið. Prestar kirkjunnar lesa texta á hálfímta fresti og tónlistarflutningur stiður við íhugun og slökun. Öllum er frjálst að ganga hljóðlega um kirkjuna, setjast eða liggja í kirkjubekkjunum eða á dýnum á gólfinu, kveikja á kertum, færa sig á milli stöðva og skrifa það sem þeim liggur á hjarta á miða og setja í körfur.
Tónlist: Hugi Garðarsson
Kvöldkirkjan í desember verður fimmtudaginn 18. des kl. 20:00-22:00
Hallgrímskirkja - Þinn kyrrðarstaður
--ENGLISH--
The December Evening Church will take place on Thursday, 18 December, from 20:00–22:00.
Stillness, calm, and contemplation, accompanied by unconventional music for a church setting.
At the Evening Church, mobile phones are switched off and conversations set aside until you step back outside. The priests of Hallgrímskirkja read short texts at half-hour intervals, while music supports reflection and deep relaxation. Everyone is welcome to move quietly around the church, to sit or lie in the pews or on mats on the floor, light candles, move between different stations, and write down whatever lies on their heart on small notes to be placed in baskets.
Music: Hugi Garðarsson
Hallgrímskirkja – your place for stillness
SYNGJUM JÓLIN INN!
Verið velkomin í almennan söng, kórsöng og lestra sunnudaginn 21. desember klukkan 17:00 í Hallgrímskirkju.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Að syngja jólin inn er vel þekkt á Englandi og víða á Norðurlöndunum. Þar gefst kirkjugestum kostur á að undirbúa jólahátíðana með því að syngja marga af ástsælustu jólasálmunum auk þess að hlýða á fallegan kórsöng.
Kór Hallgrímskirkju, Dómkórinn í Reykjavík og Kammerkórinn Huldur syngja og leiða almennan söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Matthíasar Harðarsonar og Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.
Prestar safnaðanna taka þátt í tónleikunum með lestrum úr ritningunni.
Hallgrímskirkja - Þinn staður í desember
--ENGLISH--
Lessons and carols
You are warmly invited to join in congregational singing, choral music, and readings on Sunday, December 21 at 5:00 PM in Hallgrímskirkja.
Admission is free, and everyone is welcome while space allows.
The tradition of “Lessons and carols” is well known in England and across the Nordic countries. It offers churchgoers the opportunity to prepare for the Christmas season by singing many of the most beloved Christmas hymns and enjoying beautiful choral music.
The Hallgrímskirkja Choir, the Reykjavík Cathedral Choir, and the Chamber Choir Huldur will perform and lead the congregational singing, conducted by Steinar Logi Helgason, Matthías Harðarson, and Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Organist is Björn Steinar Sólbergsson.
Pastors from the participating congregations will take part in the concert with readings from Scripture.
Hallgrímskirkja – Your place in December
Fagnaðarboðin
11:00 Messa og sunnudagaskóli
14. desember 2025
– þriðji sunnudagur í aðventu
Prestur: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar
Í Betlehem er barn oss fætt
Sunnudagaskólinn er á sínum stað
Umsjón: Lára Ruth Clausen, Lilja Rut Halldórsdóttir, Kristbjörg Katla Hinriksdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir
Kl. 17 sama dag verða Jólatónleikar Kórs Hallgrímskirkju
Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Stjórnandi: Steinar Logi Helgason
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is og er aðgangseyrir 4.900 kr.
Jólatónleikar Kórs Hallgrímskirkju verða næstkomandi sunnudag, 14. desember kl. 17.
Á tónleikunum verður flutt vönduð, vel valin jólatónlist og ástsælir jólasálmar. Undir stjórn Steinars Loga Helgasonar mun kórinn leiða okkur inn í anda jólanna ásamt fallegum söng Hallveigar Rúnarsdóttur og orgelleik Björns Steinars Sólbergssonar.
Efnisskráin fer með okkur í ferðalag um hina fornu frásögn, um kyrrð og eftirvæntingu aðventunnar og yfir í hátíðlega birtu jólanna, fögnuð englanna, og endurspeglar þá friðarósk sem jólin bera með sér.
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is og er aðgangseyrir 4.900 kr.
HALLGRÍMSKIRKJA
– ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
--ENGLISH--
The Christmas Concert with the Hallgrímskirkja Choir will take place this coming Sunday, 14 December at 5 PM.
The programme features a rich selection of finely crafted Christmas music and beloved carols. Under the direction of Steinar Logi Helgason, the choir will guide us into the spirit of the season, joined by the beautiful singing of Hallveig Rúnarsdóttir and the organ playing of Björn Steinar Sólbergsson.
The repertoire takes us on a journey through the ancient Christmas story, from the stillness and anticipation of Advent to the festive light of Christmas, the joy of the angels, and the timeless message of peace that the season brings.
Tickets are available at Hallgrímskirkja and on tix.is. Admission: 4,900 ISK.
HALLGRÍMSKIRKJA
– YOUR PLACE IN DECEMBER
Hver er það sem knýr á dyr?
Messa í Hallgrímskirkju á öðrum sunnudegi í aðventu
7. desember 2025 kl. 11
Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.
Organisti er Steinar Logi Helgason.
Vox Feminae syngurundir stjórn Stefan Sand
og Aurora kammerkór syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur.
Ljósin í aðventukransinum
Sunnudagaskólinn er á sínum stað
Umsjón: Erlendur Snær Erlendsson, Lilja Rut Halldórsdóttir
og Kristbjörg Katla Hinriksdóttir.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
HÁDEGISTÓNLEIKAR / Matinée
– Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin?
Laugardagur 6. desember kl. 12
Tómas Guðni Eggertsson, orgel
Davíð Þór Jónsson píanó
Á þessum kyrrðartónleikum í aðdraganda jóla flytja Tómas Guðni Eggertsson organisti og Davíð Þór Jónsson píanisti valda jólasálmforleiki eftir Johann Sebastian Bach (1685-1750). Forleikina er að finna í handritinu Orgelbüchlein, eða Lítil orgelbók, sem Felix Mendelssohn lét prenta á fyrri hluta 19. aldar.
Sálmforleikir meistara Bachs eru hér fluttir á nýstárlegan máta, sem spilafélagarnir tveir hafa þróað á undanförnum árum – og er enn í þróun – þar sem Davíð Þór spinnur á flygil kirkjunnar í kringum forleikina sem Tómas Guðni leikur á Klais-orgelið. Þá er registeringum orgelsins einnig breytt miðað við hefðbundinn flutning. Hvergi er þó hvikað frá virðingu við verkin sjálf og upphaflegt erindi þeirra.
Davíð Þór Jónsson (f. 1978) er meðal fremstu og fjölhæfustu tónlistarmanna landsins, jafnvígur á píanóleik, spuna, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn auk þess sem hann leikur á ógrynni hljóðfæra. Hann hefur leikið á tónlistarhátíðum víða um heim, gert tónlist og hljóðmyndir fyrir fjölda sviðsverka, kvikmyndir, útvarpsverk og sjónvarpsþætti og starfað náið með fjölda listamanna úr ólíkum geirum, má þar nefna náið samstarf hans og Ragnars Kjartanssonar. Davíð Þór hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímuverðlaunin sem og alþjóðleg verðlaun fyrir kvikmyndatónlistina úr Hross í oss og Kona fer í stríð.
Tómas Guðni Eggertsson (f. 1974) lauk prófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum vorið 1996, hjá Vilhelmínu Ólafsdóttur. Hann hélt til framhaldsnáms við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, lauk þaðan BA-prófi 1999 og Postgraduate-námi ári síðar. Hann lauk einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 2007 og kantorsprófi í kjölfarið, hvar aðalkennari hans var Björn Steinar Sólbergsson. Í júní sl. útskrifaðist Tómas Guðni með meistarapróf í orgelleik frá Tónlistarháskólanum í Gautaborg, undir handleiðslu Karin Nelson.
Tómas Guðni hefur kennt tónlist víða um land, bæði á píanó og blásturshljóðfæri. Þá hefur hann starfað með ólíkum listamönnum í ýmsum geirum tónlistar, svo sem Ólafi Kjartani S
30. nóvember – fyrsti sunnudagur í aðventu
11:00 Messa og sunnudagaskóli
– Upphaf söfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar
Prestur: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir prédikar
Messuþjónar aðstoða
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar
Sælla er að gefa en þiggja - Hjálparstarf kirkjunnar
Sunnudagaskólinn er á sínum stað
Umsjón: Lilja Rut Halldórsdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og María Elísabet Halldórsdóttir
Messa á fyrsta sunnudegi í aðventu verður í beinni útsendingu á www.ruv.is
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Á AÐVENTUNNI
Sýningin „Jólin hans Hallgríms“ hefur verið í Hallgrímskirkju síðustu níu ár og núna í tíunda sinn býður Hallgrímskirkja leikskóla- og grunnskólabörnum í Reykjavík og nágrenni, að koma í heimsókn í Hallgrímskirkju í aðdraganda jólanna. Sýningin byggir á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur.
Í heimsókninni er skoðunarferð um kirkjuna og sagt frá kirkjumunum. Börnin fá stutta endursögn úr bókinni Jólin hans Hallgríms og hún segir frá undirbúningi jólanna hjá Hallgrími Péturssyni þegar hann var ungur drengur og hvernig jólin voru fyrir 400 árum á Íslandi. Verkefnið hefur fengið frábær viðbrögð.
Baðstofa verður sett upp fyrir sýninguna. Þar sem hægt verður að vitja jóla fortíðar. Í baðstofunni má finna muni sem fjallað er um í bókinni og leikararnir Níels Thibaud Girerd, Pálmi Freyr Hauksson og Guðmundur Einar Láru Sigurðsson töfra upp jólastemningu sem vísa til sögunnar.
Börnum á aldrinum 3 til 10 ára er boðið að koma í skóla- eða hópheimsókn.
Kennarar leik- og grunnskólabarna geta bókað geta bókað heimsókn á markaðstorgi Hallgrímskirkju á abler.io
Aðgangur er ókeypis!
LISTAHÁSKÓLINN Í HALLGRÍMSKIRKJU
Nemendatónleikar Listaháskóla Íslands– Sönglög Sveinbjörns Sveinbjörnssonar
Laugardagur 22. nóvember kl. 14
Ókeypis aðgangur
Tónlistardeild Listaháskóla Íslands í samvinnu við Hallgrímskirkju bjóða til árlegra nemendatónleika, samstarf sem hefur staðið í 11 ár.
Að þessu sinni eru tónleikarnir tileinkaðir sönglögum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Frægasta verk hans er án efa Lofsöngur, þjóðsöngur Íslendinga við texta Matthíasar Jochumssonar.
Á tónleikunum gefst áheyrendum færi á að heyra fjölbreytt úrval annarra fallegra sönglaga úr smiðju Sveinbjörns, flutt af hæfileikaríkum nemendum LHÍ.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
--ENGLISH--
Iceland University of the Arts in Hallgrímskirkja
Student Concert – Songs by Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Saturday November 22nd at 14hrs.
Free entry
The Department of Music at the Iceland University of the Arts, in collaboration with Hallgrímskirkja, invites you to the annual student concert, a partnership that has now been running for 11 years.
This year, the concert is dedicated to the songs of Sveinbjörn Sveinbjörnsson. His most famous work is undoubtedly Lofsöngur, the national anthem of Iceland, with lyrics by Matthías Jochumsson.
At this concert, the audience will have the opportunity to hear a varied selection of Sveinbjörnsson’s other beautiful songs, performed by talented students of the Iceland University of the Arts.
HALLGRÍMSKIRKJA – Your place in Reykjavík
Sunnudagur 23. nóvember 2025 kl. 11.00
Eilífðarsunnudagur
Messa
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Þakklætissunnudagaskóli
Sunnudagaskólinn er á sínum stað.
Umsjón: Kristbjörg Katla Hinriksdóttir, Lára Ruth Clausen og Erlendur Snær Erlendsson HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Móðurmálið mitt
Messa 16. nóvember 2025 kl. 11.
Dagur íslenskrar tungu. Næst síðasti sunnudagur kirkjuársins.
Prestur er Sr. Eiríkur Jóhannsson. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða sönginn. Organisti er Steinar Logi Helgason.
Jesús huggar og uppörvar
Sunnudagaskólinn er á sínum stað.
Umsjón: Lilja Rut Halldórsdóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Opin sálmaæfing
Opin sálmaæfing verður fyrir messu, á Degi íslenskrar tungu, sunnudaginn 16. nóvember kl. 10:30 í Hallgrímskirkju
Langar þig til að syngja með í messum, en kannt ekki lögin? Á sunnudaginn nk. gefst tækifæri til að undirbúa sálma messunnar við Frobenius kórorgel Hallgrímskirkju.
Steinar Logi Helgason, organisti og kórstjóri kirkjunnar verður við orgelið ásamt félögum úr Kór Hallgrímskirkju.
Messan hefst kl. 11:00.
Fyllum kirkjuna af söng!
Ókeypis aðgangur og öll velkomin!
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
--ENGLISH--
Open Hymn Rehearsal
Have you ever wanted to sing the hymns at the Sunday service but don't know the songs.
On Sunday the 16th of November at 10:30 is your chance at an open rehearsal of hymns before the service at Hallgrímskirkja.
Steinar Logi Helgasonb organist and choir conductor at Hallgrímskirkja will be at the Frobenius Choir Organ with members of The Choir of Hallgrímskirkja.
Service starts at 11:00.
Let's sing together!
Free entry and everyone is welcome.
HALLGRÍMSKIRKJA – YOUR PLACE IN REYKJAVÍK
INTERSTELLAR – tónleikarnir í Hallgrímskirkju síðastliðið föstudagskvöld voru ógleymanleg upplifun.
Tónlistin fyllti kirkjuna og lýsingin var mögnuð. Þetta var sannkallað ferðalag um stjörnurnar.
Við þökkum Roger Sayer og frábærum áheyrendahópi.
Við viljum einnig þakka @catgundrybeck kærlega fyrir þessar frábæru myndir.
--ENGLISH--
INTERSTELLAR – last Friday’s concert at Hallgrímskirkja was an unforgettable experience.
The music filled the church with light and sound that seemed to reach beyond time and space ☺️😉 ..a true journey among the stars.
Heartfelt thanks to everyone who came and listened, and to @catgundrybeck for these beautiful photos.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
Guðsþjónusta í tilefni af Kristniboðsdeginum verður útvarpað úr Hallgrímskirkju
Sunnudagur 9. nóvember 2025 kl. 11
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Guðlaugur Gunnarsson fyrrum kristniboði prédikar.
Lesarar eru Lilja Björk Jónsdóttir og Ingólfur Arnar Ármannsson.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Sönghópur skipaður Ástu Arnardóttur, Elfu Drafnar Stefánsdóttur, Fjölni Ólafssyni, Guju Sandholt, Sólbjörgu Björnsdóttur, Þorbirni Rúnarssyni, Þorkatli Sigfússyni og Erni Ými Arasyni.
Hægt er að hlusta á guðsþjónustuna í útarpinu á Rás 1 kl. 11:00 eða í gegn um þennan hlekk á ruv.is: https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2025-11-09/5280342
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Sunnudagur 9. nóvember 2025 kl. 11
Handan orðanna
Messa
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari
Messuþjónar aðstoða
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng
Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið
Leiddu mína litlu hendi
Sunnudagaskólinn er á sínum stað
Umsjón: Erlendur Snær Erlendsson, Lára Ruth Clausen og María Elísabet Halldórsdóttir
HALLGRÍMSKIRKJA
INTERSTELLAR
Roger Sayer
Orgeltónleikar
ICELAND AIRWAVES PARTNER EVENT
Föstudagur 7. nóvember kl. 18
UPPSELT!! / SOLD OUT!!
Roger Sayer er upprunalegi orgelleikari tónlistarinnar úr Interstellar. Samstarf hans við Hans Zimmer árið 2014 leiddi af sér eina af eftirminnilegustu kvikmyndatónlistum sögunnar. Á efnisskránni verður m.a. Plánetusvítan eftir Gustav Holst og Interstellar eftir Hans Zimmer.
Interstellar sýnd í Sambíóunum í tengslum við tónleikana:
Í tilefni af heimsókn Roger Sayer til Íslands og sérstökum Interstellar-tónleikum verður kvikmyndin Interstellar einnig sýnd í Sambíóunum. Þetta gefur tónleikagestum og kvikmyndaunnendum einstakt tækifæri til að upplifa þessa mögnuðu kvikmynd aftur á stóru tjaldi, þar sem tónlistin hans Hans Zimmer og orgelleikur Roger Sayer gegna lykilhlutverki. Hægt verður að nálgast miða á heimasíðu Sambíóanna: https://new.sambio.is/event/1773/interstellar_2014
Kvikmyndin Interstellar verður sýnd í Sambíóunum í Egilshöll og á Akureyri 5. nóv kl 20:00
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
Kyrrðarstund í Hallgrímskirkju
Alla fimmtudaga kl. 12 yfir vetrartímann
Organistar kirkjunnar leika tónlist á orgelið og prestar kirkjunnar leiða stutta hugleiðingu.
Að stund lokinni er boðið upp á létta hádegishressingu í suðursal Hallgrímskirkju.
HALLGRÍMSKIRKJA – þinn kyrrðarstaður
--ENGLISH--
Organ and Meditation at Hallgrímskirkja
Every Thursday at 12:00 during the winter season
The church organists play music on the organ, and the pastors lead a short meditation.
Afterwards, a light lunch is served in the South Hall of Hallgrímskirkja.
HALLGRÍMSKIRKJA – your place of peace
Morgunmessan fellur niður
Vegna slæmra veðurskilyrða verður morgunmessan í fyrramálið, miðvikudaginn 29. október, felld niður.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Við hlökkum til að sjá ykkur aftur þegar aðstæður batna.
--ENGLISH--
Morning Service cancelled
Due to severe weather conditions, the morning service scheduled for tomorrow, Wednesday 29th of October, will be cancelled.
We apologize for any inconvenience this may cause and look forward to welcoming you again when conditions improve.
Lumière Céleste – Himneskt ljós
Hádegistónleikar / Matinée
Laugardagur 1. nóvember kl. 12.00
Björn Steinar Sólbergsson organisti
Sólbjörg Björnsdóttir sópran
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Miðaverð: 2.900 kr.
Á þessum tónleikum flytja Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, og sópransöngkonan Sólbjörg Björnsdóttir falleg verk eftir frönsk og íslensk tónskáld. Laugardagurinn 1. nóvember ber upp á Allraheilagramessu og mótast efnisskráin af því.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
--ENGLISH--
Lumière Céleste – Heavenly Light / Matinée
Saturday November 1st at 12hrs
Björn Steinar Sólbergsson organist
Sólbjörg Björnsdóttir soprano
Tickets available at Hallgrímskirkja and on tix.is
Admission: ISK 2.900
Join us for a lunchtime concert at Hallgrímskirkja on Saturday, 1 November at 12:00. Organist Björn Steinar Sólbergsson and soprano Sólbjörg Björnsdóttir perform beautiful works by French and Icelandic composers.
The concert is held on All Saints’ Day, when we remember those who have departed and give thanks for their lives and their light.
HALLGRÍMSKIRKJA – YOUR PLACE IN REYKJAVÍK
Kodály – Missa brevis og íslensk kórverk
Sunnudagur 2. nóvember kl. 17.00
Kammerkór Norðurlands & Hymnodia
Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi
Eyþór Ingi Jónsson, orgel
Á Allraheilagramessu sunnudaginn 2. nóvember hljómar mikilfengleg tónlist í Hallgrímskirkju þegar Kammerkór Norðurlands og Hymnodia sameinast undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Flutt verður hin áhrifamikla Missa Brevis eftir Zoltán Kodály (1882–1967), auk íslenskra tónverka.
Miðasala: í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir: 4.900 kr.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
Hallgrímskirkja styður baráttuna á Kvennafrídaginn 2025
Í tilefni kvennafrídagsins viljum við sýna samstöðu og hvetja til jafnréttis.
Allar konur og kvár eru velkomin í turninn frítt í dag. Sjáum göturnar fyllast af fólki sem styður jafnréttisbaráttuna!
Njótum útsýnisins og stöndum saman fyrir jafnrétti.
Hallgrímskirkja – Þinn staður á kvennafrídaginn
HALLGRÍMSDAGURINN
HÁTÍÐARMESSA Á VÍGSLUAFMÆLI HALLGRÍMSKIRKJU
Sunnudagur 26. október 2025 kl. 11
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Eiríki Jóhannssyni.
Messuþjónar aðstoða
Kór Hallgrímskirkju leiðir söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar
Forsöngvari: Þorbjörn Rúnarsson.
Trompetleikarar: Guðmundur Hafsteinsson og Zackarias Silberschlag
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson
Messunni verður útvarpað á Rás 1
Sunnudagaskóli / Talenturnar - æfingin skapar meistarann
Umsjón með barnastarfinu hafa María Elísabet Halldórsdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir.
Hausttónleikar Kórs Hallgrímskirkju verða sama dag kl. 17.00
Aðgangseyrir er 4.900 kr. og fer miðasala fram á tix.is og í Hallgrímskirkju
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Kór Hallgrímskirkju býður til Hausttónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 26. október kl 17.
Fluttar verða perlur úr kirkjutónlistarsögunni fyrir kór án undirleiks. Efnisskráin er þrískipt og verður byrjað á þremur öndvegisverkum þýsk/austurrísku rómantíkurinnar eftir Mendelssohn, Bruckner og Reger. Þá kemur að nýlegum verkum við latneska texta eftir íslensk tónskáld sem öll voru pöntuð af Kór Hallgrímskirkju.
Í lokin er athyglinni beint að 20. og 21. öldinni með mótettum eftir John Tavener, Knut Nystedt og Arvo Pärt, en Pärt fagnaði einmitt níræðisafmæli nú í september.
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is og er aðgangseyrir 4.900 KR.
Hallgrímskirkja – þinn staður
ENGLAR GUÐS ÞEIR VAKA YFIR MÉR – ALLA DAGA
Fjölskylduguðsþjónusta í Hallgrímskirkju
Sunnudaginn 19. október 2025 kl. 11
Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari
Messuþjónar aðstoða
Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar
Einsöngur: Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, nemandi í Listaháskóla Íslands
Umsjón með barnastarfi: Ragnheiður Bjarnadóttir og María Elísabet Halldórsdóttir
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Hallgrímsmessa í Hallgrímskirkju
Miðvikudaginn 22. október, 2025, klukkan 20.00
Kór Breiðholtskirkju, stjórnandi Örn Magnússon.
Sungið er messutón úr Graduale frá Hólum (1594) og inn í það fléttað sálmum meðal annars eftir Hallgrím Pétursson og Jón Þorsteinsson píslarvott. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina. Forsöngvarar eru úr hópi kórfélaga.
HALLGRÍMSKIRKJA - ÞINN STAÐUR
Sunnudagur 12. október 2025 kl. 11
Heiðurssæti – Hefðarsæti
Messa
Prestur: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Messuþjónar aðstoða
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng
Organisti er Steinar Logi Helgason
Vináttusunnudagaskóli
Sunnudagaskólinn er á sínum stað.
Umsjón: Kristbjörg Katla Hinriksdóttir og Erlendur Snær Erlendsson
Miðasala er hafin á tónleikana Samhljómur kynslóða á Listahátíð í Reykjavík á tix.is
Samhljómur kynslóða: Hildur Guðnadóttir og Jón Nordal
Á tónleikum Kórs Hallgrímskirkju á Listahátíð í Reykjavík verður tveimur áhrifamiklum tónskáldum telft saman, annarsvegar Hildi Guðnadóttur, hátíðarlistamanni Listahátíðar og hinsvegar Jóni Nordal sem hefði orðið 100 ára vorið 2026.
Á tónleikunum verða flutt nokkur af verkum Hildar sem hún hefur samið fyrir kór ásamt stórvirki Jóns, Óttusöngvar á vori (1993) fyrir kór, sópran, kontratenór, orgel, selló og slagverk. Meðal flytjenda er einsöngvarinn Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og er stjórnandi Steinar Logi Helgason.
____________
Ticket sale for Generations in Harmony at Reykjavik’s Art Festival has started ✨ at tix.is
Generations in Harmony: Hildur Guðna and Jón Nordal
At the concert with Hallgrímskirkja Choir on Sunday 7 June at 17:00, we turn our gaze to the past, present and future and exploring the connections in between. Two influentioal composers are set in contrast: Hildur on the one hand and Jón Nordal on the other, who would have turned 100 in the spring of 2026.
A selection of Hildur’s choral works will be performed alongside Jón’s masterpiece, Óttusöngvar á vori (1993) for choir, soprano, countertenor, organ, cello and percussion. Among performers is soloist Álfheiður Erla Guðmundsdóttir and conductor is Steinar Logi Helgason.
Hallgrímskirkja í bleikum ljóma í október
Í októbermánuði klæðist Hallgrímskirkja bleikum ljóma í samstöðu með þeim hetjum sem greinst hafa með krabbamein og í stuðningi við vitundarvakningu um forvarnir og snemmbæra greiningu.
Bleikur október er árleg herferð Krabbameinsfélags Íslands sem minnir okkur á mikilvægi þess að huga að heilsunni, sýna samhug og styrkja þá sem standa í baráttu við sjúkdóminn.
Bleiki dagurinn í ár verður miðvikudaginn 22. október 2025.
Það er okkur í Hallgrímskirkju hjartans mál að leggja þessu fallega og mikilvæga málefni lið. Ljós kirkjunnar ber von, hlýju og kærleik og er tákn um samstöðu og trú á lífið.
Við hvetjum gesti og vegfarendur til að staldra við, líta upp í bleika ljósið og leyfa voninni að skína í myrkri.
Mynd: SB
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Heyrir einhver neyðarkall?
Messa í Hallgrimskirkju
Sunnudagur 5. október 2025 kl. 11
Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari
Messuþjónar aðstoða
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson
Opin sálmaæfing Fyrir messuna er opin sálmaæfing við Frobenius kórorgel kirkjunnar. Æfingin hefst kl. 10:30.
Jesús elskar okkur nákvæmlega eins og við erum
Sunnudagaskólinn er á sínum stað.
Umsjón: Lilja Rut Halldórsdóttir, Lára Ruth Clausen og Ragnheiður Bjarnadóttir
Hallgrímskirkja – Þinn staður
Opin sálmaæfing
Opin sálmaæfing verður fyrir messu sunnudaginn 5. október kl. 10:30 í Hallgrímskirkju
Langar þig til að syngja með í messum, en kannt ekki lögin?
Á sunnudaginn nk. gefst tækifæri til að undirbúa sálma messunnar við Frobenius kórorgel Hallgrímskirkju.
Björn Steinar Sólbergsson, organisti kirkjunnar verður við orgelið ásamt félögum úr Kór Hallgrímskirkju.
Messan hefst kl. 11:00. Ókeypis aðgangur og öll velkomin!
Fyllum kirkjuna af söng!
HALLGRÍMSKIRKJA – Þinn staður
--ENGLISH--
Hymn rehearsal
Have you ever wanted to sing the hymns at the Sunday service but don't know the songs.
On Sunday the 5th of October at 10:30 is your chance at an open rehearsal of hymns before the service at Hallgrímskirkja.
Björn Steinar Sólbergsson organist will be at the Frobenius Choir Organ with members of the Choir of Hallgrímskirkja.
Service starts at 11:00.
Let's sing together!
Free entry and everyone is welcome.
HALLGRÍMSKIRKJA – Your place in Reykjavík
Sál tékkneskrar tónlistar í hjarta Reykjavíkur
– The Soul of Czech Music in the Heart of Reykjavík
Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju
Laugardaginn 4. október 2025 kl. 12:00
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is. Miðaverð: 2.900 kr.
Næstkomandi laugardag 4. október kl. 12. verða fallegir tónleikar í Hallgrímskirkju þar sem sópransöngkonan Viera Gulázsi Maňásková og organistinn Lenka Mátéová flytja verk eftir tékknesku tónskáldin Dvořák, Janáček og Martinů.
Þar verða á efnisskránni m.a. trúarleg tónverk, ljóðræn sönglög og hin ódauðlega aría Song to the Moon úr óperunni Rusalka.
Þetta er einstakt tækifæri til að njóta tékkneskrar tónlistar í fallegu umhverfi Hallgrímskirkju.
Hallgrímskirkja – Þinn tónleikastaður
Sunnudagur 28. september kl. 11
Messa
– Áhyggjufull?
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða.
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Sunnudagaskóli
– Jesús er alltaf hjá okkur!
Sunnudagaskólinn er að sjálfsögðu á sínum stað.
Umsjón: Rósa Hrönn Árnadóttir, Kristbjörg Katla Hinriksdóttir og Lára Ruth Clausen
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Fyrsta kvöldkirkja að hausti
Fimmtudagur 25. september milli kl. 20.00-22.00
Kyrrð, ró og íhugun ásamt óhefðbundinni tónlist fyrir kirkju.
Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu helgihaldi kirkjunnar. Ólíkt í hefðbundnu helgihaldi geta gestir farið um kirkjurýmið setst niður eða lagst á dýnur eða kirkjubekki, kveikt á kertum eða skrifað það sem þeim liggur á hjarta á miða og sett í körfur.
Prestar Hallgrímskirkju og kirkjuhaldari, Grétar Einarsson sjá um stundina.
Tónlist: Kira kira
Hallgrímskirkja - Þinn íhugunarstaður!
--ENGLISH--
Evening Church
Thursday 25th of September from 20:00-22:00
Music: Kira kira
The evening church is an unconventional time in form and content. The atmosphere is informal and relaxed. Lighting, music and short reflections intertwine with the stillness and tranquility of the space. We invite you to meditate, pray, walk around, light candles, write down your thoughts or prayers or sit in the pews or rest on the mattresses in the church.
VOCES8 & Pétur Sakari: Twenty!
20 ár með VOCES8
Laugardagur 27. september kl. 17.00
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is og er aðgangseyrir 9.500 kr.
Komdu og fagnaðu 20 ára afmæli heimsþekkta sönghópsins VOCES8 með glæsilegum tónleikum í Hallgrímskirkju!
Á efnisskránni eru mörg af þeirra ástsælu kórverkum – bæði sígildar perlur og nýleg meistaraverk. Með þeim leikur hinn magnaði finnski konsertorganisti Pétur Sakari, sem bætir við krafti og dýpt í tónlistarflutninginn.
VOCES8 býður áheyrendum í ógleymanlegt tónlistarferðalag í gegn um aldirnar.
Ekki missa af þessum einstöku tónleikum þar sem fagnað er glæsilegum 20 árum í þjónustu tónlistarinnar.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
--ENGLISH--
VOCES8 & Pétur Sakari: Twenty!
Songs from 20 years
Saturday September 27th at 17hrs.
Tickets available @ Hallgrímskirkja & on Tix.is. Admission ISK. 9.500
Join us for a celebration of the first 20 years of VOCES8 and their first performance in Iceland! Featuring music from across the centuries VOCES8 looks back at some of the music they have grown up with as well as sing pieces by contemporary composers including Caroline Shaw, Arvo Pärt and Ólafur Arnalds. Finnish organist Pétur Sakari will also join them in this special concert.
HALLGRÍMSKIRKJA – YOUR PLACE IN REYKJAVÍK!
Fyrsta kyrrðarstund að hausti í Hallgrímskirkju verður fimmtudaginn næstkomandi, 18. september kl. 12.
Vikulega er boðið upp á kyrrðarstund í Hallgrímskirkju yfir vetrartímann. Organistar kirkjunnar leika tónlist á orgelið og prestar kirkjunnar leiða stutta hugleiðingu .
Eftir stundina er boðið upp á létta hádegishressingu í suðursal Hallgrímskirkju.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN KYRRÐARSTAÐUR
VOCES8 & Pétur Sakari: Twenty!
20 ár með VOCES8
Laugardagur 27. september 2025 kl. 17.00
Miðasala í Hallgrímskirkju og á Tix.is
Komdu og fagnaðu 20 ára afmæli heimsþekkta sönghópsins VOCES8 með glæsilegum tónleikum í Hallgrímskirkju!
Á efnisskránni eru mörg af þeirra ástsælu kórverkum – bæði sígildar perlur og nýleg meistaraverk. Með þeim leikur hinn magnaði finnski konsertorganisti Pétur Sakari, sem bætir við krafti og dýpt í tónlistarflutninginn.
VOCES8 býður áheyrendum í ógleymanlegt tónlistarferðalag í gegn um aldirnar.
Ekki missa af þessum einstöku tónleikum þar sem fagnað er glæsilegum 20 árum í þjónustu tónlistarinnar.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
--ENGLISH--
VOCES8 & Pétur Sakari: Twenty!
Songs from 20 years
Saturday September 27th 2025 at 17hrs.
Tickets at Hallgrímskirkja & tix.is
Join us for a celebration of the first 20 years of VOCES8 and their first performance in Iceland! Featuring music from across the centuries VOCES8 looks back at some of the music they have grown up with as well as sing pieces by contemporary composers including Caroline Shaw, Arvo Pärt and Ólafur Arnalds. Finnish organist Pétur Sakari will also join them in this special concert.
HALLGRÍMSKIRKJA – YOUR PLACE IN REYKJAVÍK
Sunnudagur 14. september 2025 kl. 11
Messa
Náungakærleikur og miskunnarverk
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari
Messuþjónar aðstoða
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng.
Organisti er Steinar LOgi Helgason
Sunnudagaskóli
Dagur Díakoníunnar / Miskunnsami samverjinn
Umsjón: Rósa Hrönn Árnadóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Lára Ruth Clausen
Kynningarfundur með fermingarbörnum og foreldrum 2026
Verður eftir messu kl. 12.15. Farið verður yfir fyrirkomulag fermingarfræðslunnar í vetur í Hallgrímskirkju.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Lyklar að læstu húsi
og Gleðisunnudagaskóli
Messa og upphaf barnastarfs
Sunnudagur 7. september 2025 kl. 11.00
Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari, messuþjónar aðstoða, félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng. Organisti er Steinar Logi Helgason.
Umsjón Gleðisunnudagaskóla: Lára Ruth Clausen, Kristbjörg Katla Hinriksdóttir, Lilja Rut Halldórsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Ljósið í 90 ár
Laugardagur 6. september kl 12
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir: 2.900 kr.
Tónleikar Erlu Rutar Káradóttur og Guju Sandholt eru tileinkaðir ljósinu og tveimur afmælisbörnum sem verða – eða hefðu orðið – níræð um þessar mundir.
Sameiginlegt þeim er að vera sannkallaðar ljósverur sem hafa með sköpun, miðlun, tilveru og nærveru varpað birtu yfir samferðafólk sitt. Erla Stefánsdóttir hefði orðið 90 ára þann 6. september – á sjálfan tónleikadaginn. Af því tilefni minnumst við hennar með frumflutningi verks eftir Guðnýju Einarsdóttur, fyrrum nemanda Erlu, við ljóð eftir Erlu sjálfa, Uppsprettu náðarinnar. Erla bjó og starfaði í Reykjavík sem píanókennari og sjáandi. Hún rak hugleiðsluskólann Lífssýn mín, þar sem hún veitti mörgum dýrmæta leiðsögn í andlegum efnum. Margir af nemendum hennar starfa enn við tónlist. Erla lést árið 2015.
Eistneska tónskáldið Arvo Pärt verður níræður þann 11. september næstkomandi. Hann er eitt frægasta núlifandi tónskáld veraldar og nýtur víðtækrar virðingar meðal tónlistarmanna jafnt sem almennra hlustenda. Pärt er þekktur fyrir trúarleg verk sín og einstaka höfundarödd sem hefur haft djúpstæð áhrif á samtímatónlist. Hann þróaði hinn svonefnda tintinnabuli-stíl á áttunda áratugnum, sem einkennist af einfaldleika, tærum tónum og hugleiðandi kyrrð. Verk hans, á borð við Fratres, Spiegel im Spiegel og Tabula Rasa, hafa snert hjörtu fólks um allan heim og skapað rými fyrir innri íhugun og ró.
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
20 ár með Voces8
Við hlökkum ótrúlega til að fá þennan frábæra sönghóp í Hallgrímskirkju þann 27. september kl. 17.00
Á þessum 20 ára afmælistónleikum VOCES8 flytja þau mörg af sínum uppáhalds kórverkum og vinsælustu lögunum úr ferlinum. Með þeim er finnski konsertorganistinn Pétur Sakari.
Við lofum ykkur einstöku tónlistarferðalagi í gegnum aldirnar, með söng sem snertir hjörtun.
Miðar: 9.500 kr. fást í Hallgrímskirkju og á tix.is.
Við getum ekki beðið eftir að deila þessari upplifun með ykkur!
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
Sátt við Guð?
Messa sunnudaginn 31. ágúst 2025 kl. 11
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða.
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng.
Organisti er Pétur Nói Stefánsson.
Holte kammerkor tekur þátt í messunni og syngur undir stjórn Steen Lindholm.
Einnig verða pop-up tónleikar með kórnum eftir messu.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin!
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!
Frá og með mánudeginum 1. september 2025 tekur gildi vetraropnun í Hallgrímskirkju.
Kirkjan verður opin alla daga frá kl. 10–17. Turn og kirkjubúð frá 10-16.45.
Við þökkum öllum gestum kærlega fyrir heimsóknir í sumar og hlökkum til að taka á móti ykkur í haust og í vetur.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
-- English--
From Monday, September 1st 2025, winter opening hours will apply at Hallgrímskirkja.
The church will be open daily from 10AM – 5PM. Tower and church shop will be open from 10AM – 4:45PM
We warmly thank all our visitors for a wonderful summer and look forward to welcoming you in the autumn and winter season.
HALLGRÍMSKIRKJA – YOUR PLACE IN REYKJAVÍK
#hallgrimskirkja #reykjavik #opnunartímar #openinghours
Jesús grætur
Messa í Hallgrímskirkju
Sunnudagur 24. ágúst 2025 kl. 11:00
Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson Eftirspil leikur Mario Ciferri sunnudagsorganisti Orgelsumars í Hallgrímskirkju 2025
Kl. 17:00 sama dag eru Lokatónleikar Orgelsumarsins.
Sunnudagur 24. ágúst kl. 17:00
Mario Ciferri orgel San Giorgio Cattedrale
Ítalski organistinn Mario Ciferri flytur fjölbreytta og kraftmikla dagskrá þar sem stórvirki eftir Bach hljóma við hlið rómantískra og síðrómantískra meistaraverka. Á efnisskránni eru meðal annars hið tilkomumikla Praeludium og fúga í a-moll eftir Bach, ljóðræn verk eftir Bossi og Busoni, dramatísk tónlist Liszts í úrvinnslu Max Reger og loks þrír glæsilegir kaflar úr 6. orgelsinfóníu Widors.
Tónleikarnir marka hátíðlegan endi á Orgelsumri í ár og bjóða upp á stórbrotna orgeltónlist í einstöku hljóðrými Hallgrímskirkju.
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 3.900 kr.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
LOKATÓNLEIKAR ORGELSUMARS Í HALLGRÍMSKIRKJU 2025 Sunnudagur 24. ágúst kl. 17:00
Mario Ciferri orgel San Giorgio Cattedrale
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 3.900 kr.
Mario Ciferri er fæddur í Fermo á Ítalíu. Hann útskrifaðist með tónlistargráður í píanóleik, orgelleik, hljómsveitarstjórn, semballeik og kirkjutónlist með hæstu einkunnum frá tónlistarháskólum í Bologna, Róm og Pesaro. Hann hefur einnig numið tónsmíðar og sótt sérmenntun hjá mörgum heimsþekktum kennurum.
Hann hefur unnið til verðlauna í innlendum og alþjóðlegum keppnum, m.a. í orgelleik, og hlaut styrk frá Rossini-stofnuninni árið 1993. Sem flytjandi hefur hann komið fram á virtum tónlistarhátíðum og í helstu dómkirkjum og tónleikasölum víða um Evrópu, Norður-Ameríku og Rússlandi.
Ciferri leikur tónlist sem spannar allt frá barokki til nútímatónlistar. Hann hefur m.a. frumflutt og tekið upp verk ítalskra tónskálda frá Marche-héraði og starfað með fjölmörgum sinfóníuhljómsveitum. Hann hefur einnig stjórnað kórum og barokkhópunum í flutningi á verkum eftir m.a. Bach, Händel, Mozart og Fauré.
Hann kennir orgelleik, gregorskan söng, semballeik og kórstjórn við Tónlistarháskólann í Fermo og er aðalorganisti og listrænn stjórnandi Alþjóðlegrar orgelhátíðar í dómkirkjunni í Porto San Giorgio.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
SÁLMAFOSS Í HALLGRÍMKIRKJU
Á MENNINGARNÓTT 2025
Laugardagur 23. ágúst kl. 14-18
Dagskrá fyrir börn í kirkjunni kl. 14-16
Ókeypis aðgangur og öll velkomin!
Á Sálmafossi verður opin kirkja og sálminum fagnað í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum.
Kirkjan fagnar sálmum með Sálmafossi í Hallgrímskirkju milli 14-18 á Menningarnótt laugardaginn 23. ágúst 2025.
Sálmafoss var fyrst haldinn í Hallgrímskirkju árið 2007 að frumkvæði Harðar Áskelssonar fyrrum söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og organista í Hallgrímskirkju.
Á efnisskránni er: Almennur söngur, kórsöngur, orgelleikur, sálmaspuni, sálmforleikir, kirkjukórar og nýsköpun.
Gestgjafar eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson prestar í Hallgrímskirkju.
Dagskrá verður fyrir börnin inni í kirkjunni laugardaginn 23. ágúst milli 14-16
Á Menningarnótt geta börn og fjölskyldur komið í Hallgrímskirkju og tekið þátt í barnadagskrá. Boðið verður upp á Sálmafoss barnanna, regnboga- og Hallgrímskirkju - kórónugerð fyrir börnin.
Nánari dagskrá má finna á heimasíðu Hallgrímskirkju: https://www.hallgrimskirkja.is/is/dagatal/dagatal-listi/salmafoss-menningarnott-i-reykjavik-orgelsumar-i-hallgrimskirkju-2025
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Á MENNINGARNÓTT
Treyst fyrir réttlætinu
Messa sunnudaginn 17. ágúst kl. 11
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða.
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Sunnudagsorganisti Orgelsumars í Hallgrímskirkju Johann Vexo flytur eftirspil.
ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU
Sama dag kl. 17:00 leikur hinn heimsþekkti Johann Vexo, aðalorganisti í Notre-Dame dómkirkjunni í Nancy tónleika á Orgelsumri í Hallgrímskirkju.
Á efnisskránni eru meistaraverk eftir Bach, Widor, Litaize og Jehan Alain.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Sunnudagur 17. ágúst kl. 17:00
Johann Vexo orgel Cathédrale Notre-Dame-de-l'Annonciation de Nancy
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 3.900 kr.
Johann Vexo organisti Notre-Dame dómkirkjunnar í Nancy flytur franska orgeltónlist af mikilli nákvæmni.
Johann Vexo fæddist árið 1978 í Nancy í Frakklandi. Hann lærði orgelleik við tónlistarskólann í Strasbourg hjá Christophe Mantoux og síðar við Parísarkonservatoríið, m.a. hjá Michel Bouvard og Olivier Latry í orgelleik og Thierry Escaich og Philippe Lefebvre í spunatónlist. Hann lauk námi með hæstu einkunnum í orgelleik, basso continuo, hljómfræði og gagnkvæmni.
Aðeins 25 ára hlaut hann stöðu kórorganista við Notre-Dame dómkirkjuna í París. Í dag er hann aðalorganisti við Cavaillé-Coll-orgelið í dómkirkjunni í Nancy og kennari við tónlistarskólann og tónlistarakademíuna í Strasbourg.
Hann hefur komið fram á tónleikum víða um heim, þar á meðal í Evrópu, Norður-Ameríku, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Rússlandi. Hann hefur einnig haldið meistaranámskeið við virtar stofnanir og háskóla og gefið út fjölda hljóðrita, m.a. með upptöku frá Notre-Dame í París.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
Steinar Logi Helgason organisti í Hallgrímskirkju leikur hádegistónleika þar sem hljómur Klais orgelsins fær að njóta sín.
Steinar Logi Helgason lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Nýja Tónlistarskólanum og í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann hóf nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2010 og tók þar kirkjuorganistapróf en lauk síðar bakkalárgráðu af kirkjutónlistarbraut Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Steinar Logi stundaði stjórnandanám til meistaraprófs við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan í lok árs 2020. Hann hefur stjórnað fjölda kóra og starfað víða sem organisti, píanóleikari og stjórnandi. Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2021 ásamt Cantoque Ensemble sem tónlistarhópur ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Steinar Logi tók við stöðu kórstjóra Hallgrímskirkju haustið 2021.
Efnisskrá:
Prelúdía og fúga í a- moll, BWV 543
Johann Sebastian Bach
Chant donné (Hommage à Jean Gallon)
Maurice Duruflé
Wenn wir in höchsten Nöten sein, BWV 641
Johann Sebastian Bach
Méditation
Maurice Duruflé
Vor deinen Thron tret ich, BWV 668
Johann Sebastian Bach
Toccata úr Svítu op. 5
Maurice Duruflé
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
Raddprufur — Kór Hallgrímskirkju
Raddprufur Kórs Hallgrímskirkju fyrir haustið 2025 fara fram í lok ágústmánaðar. Laus pláss í 1. sópran, 1. tenór, 1. bassa og 2. bassa.
Gerð er krafa um fyrri kórreynslu og færni í nótnalestri. Kórinn æfir á þriðjudagskvöldum klukkan 19-22 auk mánaðarlegra raddæfinga.
Verkefni kórsins í vetur verða meðal annars: a capella hausttónleikar með verkum eftir Bruckner, Mendelssohn, Reger, Tavener, Hjálmar H. Ragnarsson, Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og fleiri; upptökur á nýjum íslenskum kórverkum, jólatónleikar með Birni Steinari Sólbergssyni organista ásamt einsöngvara og viðburðurinn Syngjum jólin inn. Kórinn tekur virkan þátt í helgihaldi í Hallgrímskirkju.
Stjórnandi kórsins er Steinar Logi Helgason.
Áhugasamir hafi samband fyrir 25. ágúst 2025 á netfangið kor@hallgrimskirkja.is
Hinsegin dagar eru hafnir og af því tilefni eru tröppurnar í Hallgrímskirkju skreyttar regnboganum.
Hinsegin dagar eru mikilvægir. Þeir vekja athygli á misrétti og ofbeldi og rjúfa þögnina.
Gleðigangan sem er hápunktur hátíðarinnar fer af stað laugardaginn 9. ágúst 2025 kl. 14. frá Hallgrímskirkju að vanda.
Hallgrímskirkja styður við réttindabaráttu hinsegin samfélagsins og óskar öllum gleðilegra Hinsegin daga.
Úr sálmi 505:
Ó ást sem faðmar allt!
1 Ó, ást, sem faðmar allt! Í þér
minn andi þreyttur hvílir sig,
þér fús ég offra öllu hér,
í undradjúp þitt varpa mér.
Þín miskunn lífgar mig.
2. Ó, fagra lífsins ljós er skín
og lýsir mér í gleði' og þraut,
mitt veika skar, það deyr og dvín,
ó, Drottinn minn, ég flý til þín
í dagsins skæra skaut.
3. Ó, gleði' er skín á götu manns
í gegnum lífsins sorgarský.
Hinn skúradimmi skýjafans
er skreyttur litum regnbogans
og sólin sést á ný.
George Matheson 1882 – Sigurbjörn Sveinsson, 1931 – Sb. 1972
HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐURINN OKKAR
Undradjúp elskunnar
Messa sunnudaginn 10. ágúst 2025 kl. 11
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða.
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng.
Organisti er Steinar Logi Helgason.
Stefan Kagl sunnudagsorganisti Orgelsumars flytur eftirspilið.
ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU
Kl. 17:00 sama dag ger Stefan Kagl organisti frá Herford Münster með áheyrendur í tónlistarferð til norðurs og suðurs.
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is og er aðgangseyrir 3.900 kr.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Í SUMAR
Bæn fyrir íbúa Gasa:
Friðarins Guð.
Við biðjum þig fyrir öllum þeim sem þjást og líða á Gasa. Þrátt fyrir að við séum langt frá átökum og þjáningum þeirra sem þar líða þá finnum við fyrir sársauka þeirra. Við upplifum vanmátt, sorg og angist með systkinum okkar á Gasa. Hjálpa þeim að missa ekki vonina jafnvel þegar staðan virðist vonlaust. Guð, hjálpa okkur að gleyma aldrei þeim sem þjást í þessum heimi. Gef þeim sem hafa völd til þess að leggja niður vopn og koma á friði, sanna löngun til þess að nýta áhrif sín til góðs. Guð gef frið á Gasa.
Í Jesú nafni, Amen.
Sunnudagur 10. ágúst kl. 17:00
Stefan Kagl: Tónlistarferð um Evrópu
Þýski organistinn Stefan Kagl, tónlistarstjóri Herford dómkirkjunnar, kemur fram með glæsilega efnisskrá sem teygir sig frá Sibeliusi og Bach til frumsaminna verka sem honum hafa verið tileinkuð. Kagl hefur víðfeðman feril að baki sem einleikari og útgefandi, og er virtur túlkur evrópskrar orgeltónlistar.
Á tónleikunum hljóma m.a. verk eftir Jean Langlais, Edvard Grieg og Kagl sjálfan, sem dregur upp myndræna og fjölbreytta tónlistarferð til norðurs og suðurs.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
Orgelsumar í Hallgrímskirkju
Laugardagur 9. ágúst kl. 12
Fallegt samspil orgels og harmonikku
Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, og Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari leiða saman krafta sína í sérstakri tónleikaupplifun þar sem orgel og harmonikka mætast í nýjum og óvenjulegum og glæsilegum hljóðheimi.
Á efnisskránni eru m.a. verk eftir J.S. Bach, Sigvalda Kaldalóns og Astor Piazzolla.
Eyþór Ingi hefur víðtæka menntun og reynslu sem einleikari, kórstjóri og kennari, og er einn af fremstu orgelleikurum landsins.
Jón Þorsteinn er virkur í íslensku tónlistarlífi og þekktur fyrir frumlega nálgun og fjölbreytt verkefni með ýmsum hópum.
Miðasala í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir: 2.900 kr.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
Gjafari lífsins
Messa í Hallgrímskirkju
Sunnudagur 3. ágúst 2025 kl. 11.00
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari
Messuþjónar aðstoða. Kvartett skipaður Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur, Jóhönnu Ósk Valsdóttur, Þorbirni Rúnarssyni og Kristjáni Karli Bragasyni leiðir sönginn í messunni. Organisti er Matthías Harðarson. Sunnudagsorganisti Orgelsumars í Hallgrímskirkju Tommaso Maria Mazzoletti leikur eftirspilið.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Í SUMAR
Accio Piano Trio í Hallgrímskirkju
Pop-up tónleikar föstudaginn 1. ágúst kl. 14.00
Ókeypis aðgangur og kirkjan opin öllum
Við fáum til okkar frábæra gesti, Accio Piano Trio frá Austurríki sem stígur á stokk í Hallgrímskirkju föstudaginn 1. ágúst 2025 kl. 14:00
Tríóið var stofnað árið 2013 við Mozarteum háskólann í Salzburg og skipað þeim Christina Scheicher (píanó), Clemens Böck (fiðla) og Anne Sophie Keckeis (selló). Þau hafa hlotið fjölmörg verðlaun fyrir frammistöðu sína og voru nýverið valin menningarfulltrúar Austurríkis 2025/26 í gegnum NASOM-verkefnið (New Austrian Sound of Music).
Á efnisskránni er fjölbreytt og kraftmikil dagskrá undir yfirskriftinni „On fire, light and dark“ þar sem m.a. má heyra klassísk meistaraverk og óvæntari tónsmíðar í nýju ljósi.
Við hlökkum til að taka á móti þessu frábæra austurríska tríói í einstökum pop-up tónleikum í Hallgrímskirkju.
@acciopianotrio
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Í SUMAR!
Laugardagur 2. ágúst kl. 12
Jónas Þórir Þórisson organisti Bústaðakirkju, Reykjavík
Matthías Stefánsson fiðla
Sérstakur gestur: Frank Aarnink slagverk
Jónas Þórir Þórisson organisti Bústaðakirkju í Reykjavík og Matthías Stefánsson fiðluleikari sameina krafta sína í fjölbreyttri dagskrá með samspili orgels og fiðlu. Matthías og Jónas eru þekktir spunameistarar og fyrir að leika sér með lög. Þeir hafa unnið saman í 15 ár og spilað saman á tveimur diskum Paradiso 2012 og Samka 2016.
Jónas Þórir Þórisson (f. 1956) er kantor, tónlistarmaður og tónskáld, fæddur og uppalinn í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann ólst upp á tónlistarheimili en faðir hans var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og móðir hans píanókennari. Jónas hóf fiðlunám átta ára gamall og var þá einn yngsti nemandi Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hann lærði einnig píanó, orgel og tónsmíðar, m.a. hjá Atla Heimi Sveinssyni. Hann lauk kirkju- og kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og stundaði orgelnám í Bergen. Jónas Þórir hefur um árabil starfað sem kantor og komið víða fram, bæði sem flytjandi og höfundur tónlistar.
Matthías Stefánsson nam fiðluleik við Tónlistarskóla Akureyrar frá fimm ára aldri til sextán ára aldurs. Fyrstu tíu árin hjá Lilju Hjaltadóttur og síðasta árið hjá Önnu Podhajska ásamt því að sækja tíma til Guðnýjar Guðmundsdóttur. Matthías tók 7. stig í fiðluleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri en lauk svo burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2002, undir handleiðslu Mark Reedmann ásamt því að stunda nám í gítarleik við Tónlistarskóla F.Í.H.
Matthías hefur verið starfandi tónlistarmaður síðan 2002 ásamt því að kenna á fiðlu og gítar. Matthías hefur spilað á yfir 150 geisladiskum fyrir listamenn eins og Björk, Sigurrós, Egil Ólafs, Pál Rósinkrans, Ríó tríó, Jóhann Friðgeir, Ragga Bjarna, Síðan skein sól, Reiðmenn vindanna, Bjarna Ara, Brimkló, Ellen Kristjáns, Sniglabandið, Friðrik Ómar, Hönnu Dóru Sturludóttir, Margréti Eir, Sigurgeir Sigmunds, Ásgeir Óskarsson, Herbert Guðmundsson, Magna Ásgeirsson, Papana, Stefán Hilmarsson, Regínu Ósk, Heru Björk, South river band, Björgvin Halldórsson, Sigurð Flosason og Sigríði Beinteinsdóttur svo einhverjir séu nefndir.
ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU
Sunnudagur 27. júlí kl. 17.00
George Chittenden orgel, Bodö Domkirke
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 3.900 kr.
George Chittenden er organisti dómkirkjunnar í Bodø í Noregi, þar sem hann leikur á orgel við guðsþjónustur og tónleika, stjórnar Bodø Domkor og Ungdomskoret og ber heildarábyrgð á tónlistinni í dómkirkjunni, sem er heimili sjö kóra, söngskóla og glæsilegs Eule orgels.
Áður en hann hóf stöðu sína í Bodø í september 2021 var George organisti við S:ta Maria kyrka (St Mary's Church) í Helsingborg í Svíþjóð - þar sem kennari Bach, Diderik Buxtehude, er meðal fyrrum organista.
Áður en hann sneri aftur til Evrópu árið 2016 var George tónlistarstjóri og dómkirkjuorganisti við St Paul’s Cathedral í Dunedin í Nýja Sjálandi, auk þess sem hann var félagi orgelfélagsins Fleming Galway við Knox College háskólann í Otago, tónlistarstjóri Southern Youth Choir, og gegndi kennslustöðu við háskólann í Otago. Áður en hann flutti til Nýja Sjálands var George ráðinn sem búsetulistamaður/aðstoðarorganisti við Christ Church dómkirkjuna, Hartford í Bandaríkjunum, og organisti anglikönsku söngvaranna.
Áður en hann fór frá Evrópu og hélt til Nýja Englands árið 2010, gegndi George stöðu aðstoðarorganista við Dómkirkju St Andrew í Aberdeen, Skotlandi, ásamt stöðum við háskólann í Aberdeen. Í háskólanum fylgdi George meirihluta þjónustunnar á sínum tíma sem David Gordon Memorial Senior Organ Scholar og kom oft fram í útsendingum BBC, bæði staðbundnum og alþjóðlegum.
George er bæði félagi í Royal College of Organists og mjög virkur sem alþjóðlegur konsertorganisti. Ennfremur stundar hann nú hlutanám í doktorsnámi og einbeitir sér að því hvernig hernám nasista í Skandinavíu hafði áhrif á þróun klassískrar tónsmíða. Hann er virkur sem tónskáld bæði helgitónlistar og framúrstefnuverka.
Efnisskrá:
Tuba Tune - Richard Madden (1953-)
Prelúdía og fúga ('The Antipodes') - Douglas Lilburn (1915-2001)
Úr "12 Folkepreludier" - Kåre Nordstoga (1954-)
- Overmåte full av nåde
- Den store hvite flokk
Mourning Blues - Fredrik Sixten (1962-)
Tilbrigði við "Take the A-Train" eftir Duke Ellington - David Briggs (1962-)
Er ég leitaði vinar
Messa í Hallgrímskirkju
Sunnudagur 27. júlí kl. 11:00
Sr. Bjarki Geirdal Guðfinnsson predikar og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng.
Organisti er Matthías Harðarson.
George Chittenden organisti dagsins á Orgelsumri í Hallgrímskirkju leikur eftirspil.
ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU
Sunnudagur 27. júlí kl. 17:00
George Chittenden, orgel Bodö Domkirke
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 3.900 kr.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025
Laugardagur 26. júlí kl. 12
Matthías Harðarson, orgel Dómkirkjan í Reykjavík
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 2.900 kr.
Efnisskráin er með frönsku ívafi. Þar meðal annars mun orgelið bregða sér í hlutverk hljómsveitar og einleikshljóðfæris á sama tíma. En það er orgel umritun á hinu fallega verki Sicilienne eftir Gabriel Fauré. Einnig mun kunnulegt stef hljóma í búningi fyrrum organista Notre dame kirkjunnar í París Pierre Cochereau.
Matthías Harðarson hóf píanónám 10 ára gamall við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Meðal kennara hans þar voru þau Gíslína Sól Jónatansdóttir, Guðmundur H. Guðjónsson og Kittý Kovács. Hann lærði einnig á saxófón undir handleiðslu Stefáns Sigurjónssonar. Árið 2016 lauk Matthías kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk kantorsprófi sem og BA námi við Listaháskóla Íslands 2020. Þar sem Björn Steinar Sólbergsson var aðal kennari hans. Samhliða orgelnáminu lagði Matthías stund á Vélstjórn og útskrifaðist sem Vélfræðingur árið 2017. Matthías hefur lokið mastersnámi í kirkjutónlist við konunglega Tónlistarháskólann í Árósum. Undir leiðsögn Kristian Krogsøe, Lars Rosenlund, Nørremark og Ulrik Spang-Hanssen. Árið 2025 lauk hann einleiksáfanga frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar þar sem Björn Steinar var aðalkennari hans. Matthías hefur sótt masterclassa hjá m.a. Eric Lebrun, Hans-Ola Ericsson og Jean-Baptiste Robin. Hann hefur hlotið styrki úr Halldór Hansen styrktarsjóði sem og Frobeniusar sjóðnum.
Matthías starfar sem organisti við Dómkirkjuna í Reykjavík.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!
Nýr barnakór Hallgrímskirkju
Með mikilli gleði og ánægju kynnum við nýjan Barnakór Hallgrímskirkju sem hefst í haust! Kórinn er ætlaður börnum í 3.–5. bekk og er öll þátttaka ókeypis.
Kórinn verður leiddur af reynslumiklum og hlýlegum stjórnanda, Fjólu Kristínu Nikulásdóttur, sem brennur fyrir tónlistarkennslu barna.
Fjóla Kristín er kennari, kórstjóri og söngkona að mennt. Auk þess að starfa sem kórstjóri hefur hún kennt leiklist í grunnskóla um árabil og sett upp fjölda söngleikja og leikrita með börnum og unglingum. Hún er með meistaragráðu í óperusöng og hefur einnig starfað sem atvinnusöngkona.
Skráning hefst innan skamms – fylgist með á heimasíðunni og samfélagsmiðlum Hallgrímskirkju fyrir nánari upplýsingar.
Við hlökkum til að taka á móti kraftmiklum og forvitnum söngkrökkum í nýjan barnakór Hallgrímskirkju!
HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR BARNANNA
ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU Sunnudagur 20. júlí kl. 17:00
Dr. Susan Carol Woodson, aðalorganisti Saint Nicholas kirkjunnar í Brussel, kemur fram á aðaltónleikum helgarinnar. Hún hefur verið áberandi á alþjóðavettvangi, með tónleikaferðir um Evrópu og Ameríku, og hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Dagskráin samanstendur af rómantískum og litríkum verkum eftir Lefébure-Wély, Grieg, Reger, Fauré, Sousa og Duruflé.
Aðgangseyrir: 3.900 kr. – Miðasala í Hallgrímskirkju og á tix.is
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!
Laugardagur 19. júlí kl. 12:00
Pétur Nói Stefánsson, organisti við Eyrarbakkakirkju, flytur íslensk og samtímaverk á hádegistónleikum. Á efnisskrá eru íslensk orgelverk, bæði ný og gömul m.a. verk eftir Pál Ísólfsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Rut Magnúsdóttur og frumflutningur á nýju verki eftir Oliver Kentish. Pétur Nói er ungur og efnilegur organisti sem hefur á stuttum tíma unnið til verðskuldaðrar athygli fyrir skapandi nálgun og djúpa innsýn í íslenska orgeltónlist.
Aðgangseyrir: 2.900 kr. – Miðasala í Hallgrímskirkju og á tix.is
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!
ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2025
Tómas Guðni Eggertsson orgel Seljakirkja Reykjavík
Sunnudagur 13. júlí kl. 17.00
Aðgangseyrir 3.900 kr.
Tómas Guðni Eggertsson (f. 1974) lauk prófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum vorið 1996, hjá Vilhelmínu Ólafsdóttur. Hann hélt til framhaldsnáms við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, lauk þaðan BA-prófi 1999 og Postgraduate-námi ári síðar. Hann lauk einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 2007 og kantorsprófi í kjölfarið, hvar aðalkennari hans var Björn Steinar Sólbergsson. Í júní sl. útskrifaðist Tómas Guðni með meistarapróf í orgelleik frá Tónlistarháskólanum í Gautaborg, undir handleiðslu Karin Nelson.
Tómas Guðni hefur kennt tónlist víða um land, bæði á píanó og blásturshljóðfæri. Þá hefur hann starfað með ólíkum listamönnum í ýmsum geirum tónlistar, svo sem Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Davíð Þór Jónssyni, Dimitri Ashkenazy, Þóru Einarsdóttur og Sveini Dúu Hjörleifssyni, að ógleymdum kórum á borð við Schola Cantorum, Voces Masculorum og Karlakórinn Fóstbræður. Þá hefur hann fengist við tónsmíðar og útsetningar.
Við orgelborðið hefur Tómas Guðni komið fram á einleikstónleikum á Íslandi og í Svíþjóð og ennfremur tekið þátt í flutningi stærri verka á vettvangi kirkjutónlistar. Hann starfar sem tónlistarstjóri og organisti Seljakirkju.
Efnisskrá:
1. Jón Nordal – Tokkata (1985)
2. J.S. Bach – Schmücke dich, o liebe Seele, BWV 654
3. Harald Fryklöf – Symfoniskt stycke för orgel/Symphonic Pice
4. Spuni/Improvisation
5. Jeanne Demessieux – Te Deum
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!
Líttu þér nær - er bjálki í auga?
Messa á fjórða sunnudegi eftir Þrenningarhátíð
Sunnudagur 13. júlí kl. 11:00
Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng.
Sunnudagaskóli er kominn í sumarfrí og hefst aftur í haust.
Tómas Guðni Eggertsson flytur verk eftir Jón Nordal, Bach, Harald Fryklöf og Demessieux à sunnudagstónleikum á Orgelsumri í Hallgrímskirkju kl. 17 sama dag.
Hallgrimskirkja.is – Þinn staður
Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025
Laugardagur 12. júlí kl. 12:00
Aðgangseyrir er: 2.900 kr.
ATH! Vegna forfalla mun Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leika í stað Kitty Kovacs. Á efnisskránni eru stórbrotin orgelverk eftir J.S. Bach og Sigfrid Karg-Elert.
Kraftmikil og innblásin tónlist í einum glæsilegasta tónleikasal landsins.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
Upphaf Orgelsumars í Hallgrímskirkju nk. sunnudag 6. júlí kl. 17:00.
Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, opnar Orgelsumarið með glæsilegri dagskrá sem sýnir kraft og fegurð Klais-orgelsins.
Opnunartónleikar Orgelsumars í Hallgrímskirkju 2025 – Björn Steinar Sólbergsson
Miðasala í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir: 3.900 kr
https://www.hallgrimskirkja.is/is/frettir/orgelsumar-i-hallgrimskirkju-2025
Sunnudagur 29. júní kl. 11.00
Messa: Tækifærin í lífinu
Sr. Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari og predikar
Messuþjónar aðstoða
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson
Sögustund:
Sögustund í Hallgrímskirkju alla sunnudaga í júní 2025 kl. 11.00.
Velkomin á sögustund fyrir börn og fjölskyldur á messutíma í júní Hallgrímskirkju!
Stund þar sem ímyndunarafl og hlýja fá að njóta sín!
Rósa Hrönn Árnadottir les söguna Skrímslaleikur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal.
Við bjóðum ykkur að sjá staðbundið textíl-listaverk eftir listamanninn Ídrisi Róbertsdóttur sem stendur í Hallgrímskirkju:
annar gluggi til hægri / "second window on the right – English
Einkasýning Ídrisar Róbertsdóttur
Sýningarstjóri: Ægis Zita
Listrænn stjórnandi: Inga Jónsdóttir
15.júní til 31.ágúst 2025
Hallgrímskirkja er opin frá 9:00-20:00 yfir sumartímann.
Ath. breytingar á opnunartímum hér vegna helgihalds, athafna og tónleika.
Sunnudagur 22. júní 2025 kl. 11:00
Hver tekur mark á góðum ráðum?
Messa
Prestar eru: Sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Messuþjónar aðstoða
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng
Organisti er: Björn Steinar Sólbergsson
Sögustund:
Sögustund í Hallgrímskirkju alla sunnudaga í júní 2025 kl. 11.00.
Velkomin á sögustund fyrir börn og fjölskyldur á messutíma í júní Hallgrímskirkju!
Stund þar sem kyrrð, ímyndunarafl og hlýja fá að njóta sín!
22. júní: Rósa Hrönn Árnadottir les söguna Sagan af skessunni sem leiddist eftir Guðrúnu Hannesdóttur
Við bjóðum ykkur einnig að sjá staðbundið textíl-listaverk eftir listamanninn Ídrisi Róbertsdóttur sem stendur í Hallgrímskirkju:
annar gluggi til hægri / "second window on the right – English
Einkasýning Ídrisar Róbertsdóttur
Sýningarstjóri: Ægis Zita
Listrænn stjórnandi: Inga Jónsdóttir
15.júní til 31.ágúst 2025
Hallgrímskirkja er opin frá 9:00-20:00 yfir sumartímann.
Ath. breytingar á opnunartímum má finna á heimasíðu kirkjunnar vegna helgihalds, athafna og tónleika.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Þrenningarhátíð
15. júní 2025 kl. 11:00
Messa:
Ræðum himnesk efni og jarðnesk
sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og predikar
Organisti: Steinar Logi Helgason
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng
Sögustund:
Sögustund í Hallgrímskirkju alla sunnudaga í júní 2025 kl. 11.00.
Velkomin á sögustund fyrir börn og fjölskyldur á messutíma í júní Hallgrímskirkju!
Stund þar sem kyrrð, ímyndunarafl og hlýja fá að njóta sín!
15. júní: Rósa Hrönn Árnadottir les söguna Halli og fötufyllir af risaeðlum eftir Ian Whybrow og Adrian Reynolds
Að lokinni messu bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar "annar gluggi til hægri" sem er staðbundið textíl-listaverk eftir listamanninn Ídrisi Róbertsdóttur.
Listaverkið verður formlega kynnt kirkjuskipi Hallgrímskirkju sunnudaginn 15. júní um kl. 12.15
Léttar veitingar verða í suðursal kirkjunnar.
Fleiri upplýsingar um sýninguna má finna hér að neðan:
annar gluggi til hægri / "second window on the right – English
Einkasýning Ídrisar Róbertsdóttur
Sýningarstjóri: Ægis Zita
Listrænn stjórnandi: Inga Jónsdóttir
15.júní til 31.ágúst 2025
Hallgrímskirkja er opin frá 9:00-20:00 yfir sumartímann.
Ath. breytingar á opnunartímum hér vegna helgihalds, athafna og tónleika. HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR LJÓÐA OG LISTA!
Hallgrímskirkja leitar að kórstjóra!
Ertu skapandi, metnaðarfull/ur og með ástríðu fyrir að leiða tónlistarstarf með börnum?
Við óskum eftir kórstjóra í 30% starf til að stofna og leiða nýjan barnakór Hallgrímskirkju – spennandi tækifæri með möguleika á stækkun starfsins.
Æfingar einu sinni í viku
Skemmtileg tónlistarverkefni og þátttaka í helgihaldi
Umsóknarfrestur: 21. júní
Nánari upplýsingar veitir: Björn Steinar í síma 856 1579
Umsóknir berist til Hallgrímskirkju:
"Starfsumsókn"
Hallgrímskirkja
Hallgrímstorg 1
101 Reykjavík
eða á netfangið: bjornsteinar@hallgrimskirkja.is
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR FYRIR TÓNLIST
#barnakór #tónlistarstarf #kórstjórn #starf #hallgrimskirkja
TRANSLATIONS / Matinée
Laugardagur 7. júní kl. 12 / Saturday June 7th at 12 hrs.
Arngerður María Árnadóttir orgel / organ
Una Sveinbjarnardóttir fiðla / violin
Aðgangseyrir / Admission ISK 2.900
Translations er samfélag um hljóð sem byggir starfsemi sína í kringum orgel- og fiðluverk Unu Sveinbjarnardóttur og Arngerðar Maríu Árnadóttur. Þær búa yfir gríðarmikilli reynslu í tónlistarheiminum sem flytjendur.
Arngerður og Una hafa báðar mikið unnið með spuna og hafa á síðustu árum fengist æ meira við tónsmíðar samhliða öðrum verkefnum.
Fyrsta plata dúósins var hljóðrituð sumarið 2024. Verkin eru að mestu samin í spuna, með pípuorgel og fiðlu í forgrunni en sérstakir gestir á plötunni eru Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson. Platan, sem ber heitið “Hik” kemur út hjá Sono Luminus útgáfufyrirtækinu 25. júní 2025.
Á tónleikunum munu þær flytja verk af plötunni Hik ásamt því að gefa áheyrendum forsmekk að næstu plötu sem nú þegar er í smíðum.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
Sunnudagur 8. júní kl. 11:00
Andagift á Hvítasunnu
Hvítasunnudagur - Hátíðarmessa
Prestar eru: Sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Messuþjónar aðstoða
Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson
Hátíðarmessu á Hvítasunnudag í Hallgrímskirkju verður í beinni útsendingu í útvarpinu á Rás 1.
Sögustund
Sögustund í Hallgrímskirkju alla sunnudaga í júní 2025 kl. 11.00.
Velkomin á sögustund fyrir börn og fjölskyldur á messutíma í júní Hallgrímskirkju.
8. júní "Gula sendibréfið" eftir Sigrúnu Eldjárn.
Skemmtilegt og ríkulega myndskreytt ævintýri þar sem vinátta, samvinna og hjálpsemi stýra ferðinni.
Umsjón: Ragnheiður Bjarnadóttir
Sögustund í Hallgrímskirkju alla sunnudaga í júní 2025 kl. 11.00.
Velkomin á sögustund fyrir börn og fjölskyldur á messutíma í júní Hallgrímskirkju!
Stund þar sem kyrrð, ímyndunarafl og hlýja fá að njóta sín!
1. júní: Drengurinn í tunglinu
Við bjóðum börnum og fullorðnum að koma og hlusta á hjartnæma og ímyndunarfulla sögu um litla drenginn sem horfir til tunglsins – og finnur leiðina þangað. „Drengurinn í tunglinu“ er hlý og hugljúf saga um forvitni, vonir og óvæntar uppgötvanir, ævintýri sem talar beint til barnshjartans. Umsjón: Rósa Hrönn Árnadóttir
8. júní "Gula sendibréfið" eftir Sigrúnu Eldjárn.
Skemmtilegt og ríkulega myndskreytt ævintýri þar sem vinátta, samvinna og hjálpsemi stýra ferðinni.
Umsjón: Ragnheiður Bjarnadóttir
HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR BARNANNA
Orgelandakt á Uppstigningardag
Hallgrímskirkja
Á morgun, fimmtudag 29. maí 2025
Kl. 11:00
Björn Steinar Sólbergsson flytur L'Ascension eftir Olivier Messiaen – andlegt og stórbrotið meistaraverk sem fangar uppstigningu Jesú Krists til himna í fjórum þáttum.
Prestur: séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Heilög stund í ljóði og tónum.
Aðgangur ókeypis – öll hjartanlega velkomin!
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
#hallgrimskirkja #orgelandakt #uppstigningardagur #messiaen #lascension #klassískt #orgel #andlegstund
Sunnudagur 25. maí kl. 11:00
Hvað ef bænin brestur?
Messa
Sr. Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari og predikar
Organisti: Steinar Logi Helgason
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja
ÞAKKLÆTI
Sunnudagaskóli
Umsjón: Kristbjörg Katla Hinriksdóttir,
Ragnheiður Bjarnadóttir og Lára Ruth Clausen
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!
Sumaropnun Hallgrímskirkju 2025
Frá og með 21. maí verður Hallgrímskirkja opin daglega frá kl. 9:00 til 20:00.
Athugið að kirkjubúðin og aðgangur að turni lokar kl. 19:45.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Í SUMAR!
--ENSLISH--
Summer Opening Hours 2025
From May 21st, Hallgrímskirkja is open daily from 9:00 to 20:00.
Please note that the church shop and access to the tower closes at 19:45.
We look forward to welcoming you this summer!
Alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks
Kirkjan tekur undir með milljónaraddakór í veröldinni 17. maí þegar við mörkum dag gegn fordómum í garð hinsegin fólks.
Tendrum kerta ljós fyrir þau sem þola ofsóknir og kirkjan okkar skartar marglita fánum til að minna okkur á sorg þeirra sem hafa liðið vegna fordóma en þökkum líka gleðina og kærleika Guðs sem felst í fjölbreytni sköpunarverksins.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!
Kærleikurinn sigrar allt!
Messa og sunnudagaskóla í Hallgrímskirkju
Sunnudagur 18. maí kl. 11:00
Prestur: Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Messuþjónar aðstoða
Kammerkórinn Huldur syngur undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar
Organisti er Matthías Harðarson
Umsjón með barnastarfi: Ragnheiður Bjarnadóttir, María Elísabet Halldórsdóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir
Hallgrímskirkja – Þinn staður!
Æfingar hafnar fyrir magnaða tónleika í Hallgrímskirkju!
Kammersveit Reykjavíkur og Kór Hallgrímskirkju undirbúa nú kraftmikla dagskrá fyrir tónleikana ARVO PÄRT – POULENC – FINNUR KARLSSON, sem fram fara sunnudaginn 18. maí kl. 17:00 í Hallgrímskirkju.
Við eigum í vændum einstakt tónleikaferðalag:
Fratres eftir Arvo Pärt – hugleiðandi og tær tónlist sem snertir innstu strengina
Orgelkonsert í g-moll eftir Poulenc – með Birni Steinari Sólbergssyni organista sem einleikara
Frumflutningur á Sköpun eftir Finn Karlsson – nýtt íslenskt verk fyrir kór, sópran og hljómsveit.
Jóna G. Kolbrúnardóttir syngur einsöng, Una Sveinbjarnardóttir er konsertmeistari og stjórnandi er Steinar Logi Helgason.
Tónleikarnir eru hluti af 50 ára afmælisári Kammersveitar Reykjavíkur – sem hefur í hálfa öld verið í fararbroddi íslenskrar tónlistarsköpunar.
Hallgrímskirkja
Sunnudagur 18. maí kl. 17:00
Miðar á tix.is og við innganginn
Aðgangseyrir 5.900 kr.
Myndir af æfingu með @kammersveitreykjavikur í gærkvöldi.
Verið hjartanlega velkomin!
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!
#Hallgrímskirkja #KammersveitReykjavíkur #NýTónlist #Kirkjutónlist #Frumflutningur #Sköpun
🎶✨ Undirbúningur í fullum gangi!
Kór Hallgrímskirkju æfir af krafti ásamt sópransöngkonunni Jónu G. Kolbrúnardóttur fyrir frumflutning verksins Sköpun eftir tónskáldið Finn Karlsson – sem heyrist í fyrsta sinn næstkomandi sunnudag 18. maí kl. 17:00 í Hallgrímskirkju.
Verkið verður flutt ásamt Orgelkonsert eftir Poulenc og Fratres eftir Arvo Pärt – andleg tónlist sem hreyfir við hjarta og huga.
Komdu og upplifðu lifandi tónsköpun í stórbrotnu rými Hallgrímskirkju.
Sunnudagur 18. maí kl. 17:00
Miðar á tix.is
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!
#Sköpun #FinnurKarlsson #KórHallgrímskirkju #Hallgrímskirkja #Tónleikar #LifandiTónlist #ArvoPärt #FrancisPoulenc
VORHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU
Vorið kemur heimur hlýnar
Sunnudagur 11. maí 2025 kl. 11:00
Hoppukastali, sápukúlur, krítar, grillaðar pylsur og fleira skemmtilegt!
Prestur: Sr. Eiríkur Jóhannsson, Stúlknakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Umsjón með barnastarfi: Kristbjörg Katla Hinriksdóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir, Lára Ruth Clausen og Ragnheiður Bjarnadóttir.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!
Sunnudagur 4. maí kl. 11:00
Einn hirðir, ein hjörð
Messa
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari
Messuþjónar aðstoða
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng
Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið
Við erum litlir lærisveirar
Sunnudagaskóli
Umsjón: Rósa Hrönn Árnadóttir, Lára Ruth Clausen og Erlendur Snær Erlendsson
Ath. Fyrir messuna er opin sálmaæfing við Frobenius kórorgelið með Birni Steinari Sólbergssyni organista og félögum úr Kór Hallgrímskirkju.
Æfingin hefst kl. 10:30.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!
Opin sálmaæfing verður fyrir messu sunnudaginn 4. maí kl. 10:30 í Hallgrímskirkju
Langar þig til að syngja með í messum, en kannt ekki lögin?
Á sunnudaginn nk. gefst tækifæri til að undirbúa sálma messunnar við Frobenius kórorgel Hallgrímskirkju.
Björn Steinar Sólbergsson, organisti kirkjunnar verður við orgelið ásamt félögum úr Kór Hallgrímskirkju.
Messan hefst kl. 11:00. Fyllum kirkjuna af söng!
Ókeypis og öll velkomin!
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!
--ENGLISH--
Hymn rehearsal
Have you ever wanted to sing the hymns at the Sunday service but don't know the songs.
On Sunday the 4th of May at 10:30 is your chance at an open rehearsal of hymns before the service at Hallgrímskirkja.
Björn Steinar Sólbergsson organist will be at the Frobenius Choir Organ with members of the Choir of Hallgrímskirkja.
Service starts at 11:00.
Let's sing together!
Free and everyone is welcome.
HALLGRÍMSKIRKJA – Your place in Reykjavík!
ARVO PÄRT – POULENC – FINNUR KARLSSON
Sunnudagur 18. maí kl. 17 / Sunday May 18th at 17 hrs.
Flytjendur / Performers:
Kór Hallgrímskirkju / The Choir of Hallgrímskirkja
Kammersveit Reykjavíkur / Reykjavík Chamber Orchestra
Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran / soprano
Una Sveinbjarnardóttir konsertmeistari / concert master
Björn Steinar Sólbergsson orgel / organ
Steinar Logi Helgason stjórnandi / conductor
Efnisskrá / Program:
Fratres - Arvo Pärt
Orgelkonsert - Francis Poulenc
Sköpun - Finnur Karlsson (frumflutningur/premiére)
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir / Admission ISK 5.900
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!
Fermingarmessa og barnastarf kl. 11, sunnudaginn 27. apríl
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag. (Írsk blessun)
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og
Sr. Eiríkur Jóhannsson sjá um athöfnina.
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja
Organisti er Steinar Logi Helgason
Sunnudagaskóli: Jesús er alltaf með okkur - alla daga!
Umsjón: Ragnheiður Bjarnadóttir og María Elísabet Halldórsdóttir
Hallgrímskirkja - Staður æskunnar!
Kvöldkirkja á Sunnudaginn fyrsta
Fimmtudagur 24. apríl 2025 kl. 20:00 - 22:00
Kyrrð, ró og íhugun ásamt óhefðbundinni tónlist fyrir kirkju.. Lesinn texti er á hálfímta fresti og tónlistarflutningur styður við íhugun og slökun.
Umsjón: Prestar Hallgrímskkirkju og kirkjuhaldari
Tónlist: Kira kira
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN ÍHUGUNARSTAÐUR!
--ENGLISH--
Evening church on The First Day of Summer
Thursday 24th of April 2025 between 20:00 - 22:00.
Readers: Priests of Hallgrímskirkja and church holder
Music: Kira Kira
Hallgrímskirkja – Your place in Reykjavík!
Á Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl kl. 14:00, verður Söngvahátíð barnanna haldin í Hallgrímskirkju.
Þar munu koma fram um 180 börn með barna- og unglingakórum ásamt stjórnendum sínum úr kirkjum á höfuðborgarsvæðinu.
Tónleikar hátíðarinnar verða haldnir kl. 14.00.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
Þátttakendur eru:
Barnakór Digranes- og Hjallakirkju, stjórnandi: Kristján Hrannar Pálsson
Barnakór Fríkirkjunnar, stjórnendur: Álfheiður Björgvinsdóttir og Lára Ruth Clausen
Barnakór Laugarneskirkju, stjórnendur: Elísabet Þórðardóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir
Barnakór Neskirkju, stjórnandi: Steingrímur Þórhallsson
Barnakór Seltjarnarnesskirkju, stjórnandi: Þorsteinn Freyr Sigurðsson og María Konráðsdóttir
Drengjakór Reykjavíkur, stjórnandi: Þorsteinn Freyr Sigurðsson
Graduale Futuri og Liberi, stjórnandi: Björg Þórsdóttir
Perlukór Háteigskirkju, stjórnandi: Guðný Einarsdóttir
Með kórunum leika Erla Rut Káradóttir á píanó og Gunnar Hrafnsson á bassa.
Ljósmyndari á vegum hátíðarinnar verður á svæðinu.
HALLGRÍMSKIRKJA - STAÐUR BARNANNA!
--ENGLISH--
Children's Choir Festival on The First Day of Summer, Thursday 24th of April 2025 at 14 hrs.
Free entry and everyone is welcome!
HALLGRÍMSKIRKJA – YOUR PLACE IN REYKJAVÍK!
Páskadagur / Easter Sunday
8:00 Morgunguðsþjónusta / Morning Service
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða.
Kór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi er Steinar Logi Helgason. Forsöngvarar eru Þorgerður María Þorbjarnardóttir (María) og Gunnar Björn Gunnarsson Maríusson (engill).
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
11:00 Hátíðarmessa / Festive Service
Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða.
Flytjendur tónlistar: Kór Hallgrímskirkju, Steinar Logi Helgason, stjórnandi. Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran.
Organistar: Björn Steinar Sólbergsson og Matthías Harðarson
Umsjón með barnastarfi hafa Rósa Hrönn Árnadóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Ragnheiður Bjarnadóttir.
Annar í páskum / Easter Monday
11:00 Guðsþjónusta / Service
Prestur er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Kvintett syngur
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR UM PÁSKANA!
Pelíkaninn í Hallgrímskirkju
Eftir að altarið hefur verið afklætt á skírdagskvöld er sett fram fyrir altarið altarisklæði sem á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Það er látið standa í kirkjunni föstudaginn langa sem myndræn íhugun. Klæðið er svart og ber mynd pelíkanans. Klæðið gerði Unnur Ólafsdóttir, listakona, og gaf kirkjunni.
Myndin af pelíkananum er fornt tákn písla og hjálpræðisverks Jesú Krists. Sagan segir að þegar höggormur hafði komist í hreiður pelíkanans og bitið ungana særði móðirin sig á brjóstinu og lét blóðdropa falla á unga sína fimm sem þá lifnuðu við. Þetta sáu kristnir menn sem mynd og tákn hvernig blóð Krists hreinsar menn af allri synd og fyrir sár hans verða þeir heilbrigðir. Unnur gaf kirkjunni einnig hökul fyrir föstudaginn langa. Hökullinn er svartur og á hann er saumað fyrsta vers Passíusálmanna og sex myndir úr píslarsögunni.
HALLGRÍMSSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Á FÖSTUNNI!
Sjá meira











































































































