Verið velkomin
Hallgrímskirkja er lúthersk sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur og stærsta kirkja Íslands.
Fréttir & tilkynningar

Eftir Sólbjörg Björnsdóttir
•
9. desember 2025
Sýningin Jólin hans Hallgríms er hafin og nú streyma aftur leik- og grunnskólabörn í Hallgrímskirkju á aðventunni. Mikil gleði ríkir í kirkjunni þegar börnin fá að sjá, og sum einnig að heyra, hið stórbrotna Klais-orgel kirkjunnar, skoða kirkjumuni og hlýða á sýningu í baðstofu sem sett er upp ár hvert sérstaklega fyrir þessa upplifun. Sýningin er byggð á samnefndri bók Steinunnar B. Jóhannesdóttur, og fá börnin þar að kynnast jólaanda fyrri alda. Börnin fá að skyggnast inn í jólastemningu fyrir um 400 árum, þegar Hallgrímur Pétursson var ungur drengur og jólin höfðu allt annan svip en í dag. Opið er fyrir bókanir fyrir leik- og grunnskólahópa á aldrinum 3–10 ára ásamt kennurum á Abler.io. HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR BARNANNA

Eftir Sólbjörg Björnsdóttir
•
9. desember 2025
Sýningin Jólin hans Hallgríms er hafin og nú streyma aftur leik- og grunnskólabörn í Hallgrímskirkju á aðventunni. Mikil gleði ríkir í kirkjunni þegar börnin fá að sjá, og sum einnig að heyra, hið stórbrotna Klais-orgel kirkjunnar, skoða kirkjumuni og hlýða á sýningu í baðstofu sem sett er upp ár hvert sérstaklega fyrir þessa upplifun. Sýningin er byggð á samnefndri bók Steinunnar B. Jóhannesdóttur, og fá börnin þar að kynnast jólaanda fyrri alda. Börnin fá að skyggnast inn í jólastemningu fyrir um 400 árum, þegar Hallgrímur Pétursson var ungur drengur og jólin höfðu allt annan svip en í dag. Opið er fyrir bókanir fyrir leik- og grunnskólahópa á aldrinum 3–10 ára ásamt kennurum á Abler.io. HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR BARNANNA
Flýtileiðir
Samtal við prest
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju
Starfsfólk
Skráning í fermingarfræðslu
Skráning í þjóðkirkjuna








