Hallgrímshátíð / Minningarár – 350 Hallgríms Péturssonar
28. september 2024

Október hefst með glans en í dag þriðjudaginn 1. október kl. 12
flytur þjóðlagatónlistarmaðurinn
Laugardaginn 5. október kl. 12 verða Hádegistónleikar / Trompet og orgel. Jón Bjarnason, organisti í Skálholtskirkju og Jóhann Ingvi Stefánsson trompetleikari. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is Aðgangur 2.900 kr. (Tónleikarnir eru hluti af Orgóber 2024 ) Viðburðurinn á Facebook
Þriðjudaginn 8. október kl. 12 flytur rithöfundurinn og leikkonan Steinunn B. Jóhannesdóttir fyrirlesturinn VINIR MÍNIR, Guðríður og Hallgrímur. Ókeypis aðgangur og léttar veitingar í boði. Viðburðurinn á Facebook
Þriðjudaginn 15. október kl. 12 Fræðsluerindi um sýninguna Hallgrímshorfur – Hallgerður Hallgrímsdóttir ræðir gvernig ung listakona glímir við aldagamalt sálmaskáld og kveðskap frá 17. öld ? Hugleiðingar listakonunnar Hallgerðar um sýninguna og nokkrar myndir af sýningunni má finna í viðhengi. Ókeypis aðgangur og léttar veitingar í boði. Fleiri upplýsingar um Hallgerði má einnig finna á heimasíðu hennar. Viðburðurinn á heimasíðu Hallgrímskirkju.
Tónlistarhópurinn Umbra Ensemble mun vinna með valið efni úr bókinni „Hvað verður fegra fundið?“ en bókin kemur út í október fyrir Minningarár Hallgríms Péturssonar - 350. M.a. frumsamið efni. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is og er aðgangur 3.900 kr. Viðburðurinn á Facebook
Sungið er messutón úr Graduale frá Hólum (1594) og inn í það fléttað sálmum meðal annars eftir Hallgrím Pétursson og Jón Þorsteinsson píslarvott. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina. Viðburðurinn á Facebook
Sunnudaginn 27. október kl. 11
verður Hátíðarmessa
vegna vígsluafmælis Hallgrímskirkju og m.a. verk Daníels Þorsteinssonar, Toccata yfir Gefðu að móðurmálið mitt
, frumflutt í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju í tilefni af 350 ára ártíð Hallgríms Péturssonar. (Hluti af Orgóber 2024)
Lokaviðburðu Hallgrímshátíðar er flutningur á Hallgrímspassíu eftir íslenska tónskáldið Sigurð Sævarsson.
Sunnudaginn 27. október kl. 17.00
Viðburðurinn á Facebook
og á heimasíðu kirkjunnar.
Hallgrímspassía Sigurðar Sævarssonar.
Flytjendur eru Kór Hallgrímskirkju og Kammersveit Reykjavíkur, með Unu Sveinbjarnardóttur, konsertmeistara ásamt einsöngvurum.
Steinar Logi Helgason stjórnar og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og einsöngvararnir Jóhann Smári Sævarsson bassi,
Fjölnir Ólafsson barítón, Stefán Sigurjónsson bassi,
Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór,
Þorbjörn Rúnarsson tenór og
Hildigunnur Einarsdóttir alt.
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
og er aðgangseyrir 5.400 kr.
HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐURINN OKKAR!
Þriðjudagur 29. október kl. 12
Sorgin í lífi Hallgríms
/
Fræðsluerindi
Síðasta fræðsluerindi á Minningarári Hallgríms Péturssonar – 350, Sorgin í lífi Hallgríms, er í umsjá presta Hallgrímskirkju Sr. Eiríks Jóhannssonar og Irmu Sjafnar Óskarsóttur.
Eiríkur varpar ljósi á hvernig sorgin sótti Hallgrím heim og þá við móðurmissi og síðar á ævinni þegar við barnsmissi. Irma fjallar um sálminn Um dauðans óvissa tíma og hvernig hann hefur haft áhrif á yngri ljóðskáld. Einnig er fjallað um sálmana tvo sem hann orti í kjölfar andláts dóttur sinnar.