Hátíðarmessa á Hvítasunnudag kl. 11

Á Hvítasunnudag verður hátíð í Hallgrímskirkju þar sem Frobenius kórorgel kirkjunnar verður helgað í hátíðarmessu kl. 11 eftir gagngera endurbyggingu hjá Frobenius orgelsmiðjunni í Danmörku. Endurbyggingin er framlag sóknarnefndar og gefenda úr hópi kirkjugesta í tilefni Minningarárs – 350.

Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja styrkja uppbyggingu orgelsins geta einnig millifært og er reikningsnúmerið eftirfarandi: 0133-26-009422 Kt: 590169-1969 Mikilvægt er að skrifa "Orgelsjóður" í útskýringu.

Veislukaffi verður eftir hátíðarmessu í Suðursal Hallgrímskirkju.

kl. 17.00 – Vígslutónleikar Frobenius-kórorgelsins
Tvö orgel og kór
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Matthías Harðarson orgel
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason stjórnandi og orgel
Frjáls framlög

 

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!