150, sóttvarnir og helgihald

16. febrúar 2021
Eftir 7. febrúar 2021 mega allt að 150 manns vera í helgiathöfnum í kirkjum landsins. Helgiathafnir eru ma.a. guðsþjónustur, helgistundir, útfarir og fermingar. Grímuskylda skal virt og nálægðartakmörk. Reglugerðina má nálgast að baki þessari smellu og hún gildir til 3. mars nema annað verði ákveðið. Til að skýra hverjar reglurnar eru og viðmiðin fyrir Hallgrímskirkju eru hér að neðan nánari útlistanir.

Helgiathafnir í kirkjuskipi Hallgrímskirkju

150 hámarksfjöldi í helgiathöfnum (þmt guðsþjónustur, helgistundir, fræðslusamverur, útfarir, fermingar og aðrar athafnir). Tveggja metra reglan gildir og grímuskylda einnig. Fjölskyldur mega sitja saman. Með í tölunni 150 teljast kórmeðlimir og starfsfólk kirkjunnar. Telja verður inn. Ekki þarf skráningu og númeruð sæti eins og í leikhúsum og tónleikasölum.

Samverur barna og unglinga

Mega vera allt að 150 manns – allir meðtaldir.

Undantekningar frá 150-reglunni

Utan helgiathafna mega ekki vera fleiri en 20 manns í kirkjunni.

Fræðslusamverur í Suðursal

Tveggja metra reglan gildir og grímuskylda ríkir. Hámarksfjöldi samtals 20.

Kóræfingar

Fimmtíu mega vera á æfingu inn í kirkju - annars 20 ef æfingar eru í sölum kirkjunnar. Gæta þarf fjarlægðarmarka.

Tónleikar í kirkju

Númera verður sæti og skrá með nafni sem er ólíkt helgiathöfnum. Grímuskylda. Tveggja metra regla. Ekkert hlé. 150 í sæti + fólk á sviði.

Erfidrykkjur

20 manna hámark.

Viðmið og ábendingar þjóðkirkjunnar

Sprittbrúsar skulu vera aðgengilegir við inn- og útganga, á salernum og í vistarverum kirkjunnar. Við komu til kirkju svo og við brottför úr kirkju skulu kirkjuverðir og annað starfsfólk tryggja eftir fremsta megni að hópamyndanir verði ekki í anddyri eða fyrir utan kirkjuna. Handabönd eða annars konar líkamleg snerting skal ekki viðhöfð. Séu fleiri athafnir í kirkjunni sama daginn skal lofta vel út og sótthreina alla snertifleti milli athafna. Grímur eru við innganga fyrir þau sem mæta án grímu. Börn fædd 2005 og síðar, þurfa ekki að lúta reglum um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu.

SÁÞ 8. febrúar.